Útlendingastofnun er ennþá í mannréttindabrotum og dauðadómum

Hin hjartalausa og mannvonskustofnun Útlendingastofnun heldur áfram að vísa fólki frá Íslandi sem kemur frá stríðshrjáðum löndum. Núna á að fara að senda fjölskyldu aftur til Afganistan í gegnum Þýskaland vegna þess að dyflinnarreglugerðin heimilar slíkt, þó svo að þar standi einnig að ekki þurfi að nota heimildina ef ástæða þykir til.

Það eru til dæmi varðandi Afganistan, sem dæmi þá sendi Danska ríkið tvo afganska bræður aftur til Afganistan á þeim grundvelli að þeim væri þar óhætt. Síðast þegar fréttist af þeim var annar bróðurinn týndur (á tímabili held ég) og hinn hafði verið myrtur af talibönum eða öðrum hryðjuverkarmönnum. Hérna er frétt um það mál á Dönsku. Hérna er smá uppfærsla á þeirri frétt, báðar fréttinar eru á dönsku en mér er ekki kunnugt um það hvernig þetta mál fór á endanum.

Þetta er bara ein saga af mörgum. Enda er alveg ljóst að Afganistan er ekki öruggt land og mjög langt frá því að vera öruggt land. Nýjustu fréttir frá Afganistan sýna að öryggisástandið er mjög slæmt og fer líklega versnandi. Það er ekki þorandi fyrir Ísland eða nokkurt annað ríki að senda fólk aftur til Afganistan, það er einfaldlega ekkert öryggi þar og fólk er myrt þar í stórum stíl af öfgamönnum.

Fokkaðu þér Heimssýn

Öfgasamtökin Heimssýn búa ennþá í þeim heimi þar sem halda raunverulega að einhverjir sem veit eitthvað taki þá í raun alvarlega. Staðreyndin er hinsvegar sú að enginn sem hefur kynnst sér stöðu mála veit að það er ekkert að marka Heimssýn og það bull sem frá þeim kemur. Enda virðist þeir aðalega vitna í einhverja ruglaða hægrimenn á meginlandi Evrópu í málflutningi sínum gegn Evrópusambandinu og þeir óska sér ekkert frekara en að það liðist í sundur. Þetta fólk virðist hinsvegar ekki gera sér grein fyrir því að slíkt mundi valda allsherjar hruni á hinum alþjóðlega markaði og þá yrði úti um efnahag Íslands og íslenskt sjálfstæði og fullveldi á sama tíma. Enda er grundvöllur sjálfstæðis og fullveldis Íslands Evrópusambandið, hvort sem að Ísland er þar inni eða ekki.

Þeir sem eru í Heimssýn og reka það félag eru aðalega hópar af hægri-öfgamönnum, vinstri-öfgamönnum, ný-nasistum, kommúnistum og síðan einhver slæðingur af vitleysingum sem vita ekki neitt og geta ennþá minna. Enda hefur það sýnt sig í rökræðum við þetta fólk að því er alveg nákvæmlega sama um staðreyndir um Evrópusambandið, Evruna og það sem er að gerast í Evrópu almennt. Enda lifir þetta fólk í sínum eigin heimi og hefur engan áhuga á staðreyndum um Evrópusambandið.

Síðan er vert að benda á þá staðreynd að meðal aldurinn í Heimssýn er eitthvað í kringum 60 ár. Það þýðir að flest af þessu fólki mun flytja varanlega upp í kirkjugarð á næstu mánuðum og árum. Það er staðreynd.

Síðan bið ég Heimssýn vinsamlegast um að fokka sér. Enda er þetta fólk sem bannar allar skoðanir sem ekki eru þeim þóknanlegar, sérstaklega þegar hart er gengið gegn ruglinu sem frá þessu fólki kemur.