Atli Fannar reynir að vera fyndinn, mistekst hrikalega

Blaðamaðurinn* Atli Fannar sem er núna ritstjóri Nútímans og fyrrverandi handlangari og spunadrengur Guðmundar Steingrímssonar hefur reynt að vera fyndinn á Rúv í vetur. Þökk sé því að ég er búsettur í Danmörku þá hef ég lítið fylgst með þessum tilraunum hans til þess að vera fyndinn, ef ég hefði fylgist með þessu þá væri ég orðinn illa pirraður og skapvondur. Enda er sýnist mér á því myndbroti sem ég sé hérna að Atli Fannar er bara ekkert fyndinn, hann er gjörsneiddur öllu því sem kallast húmor og skopskyn. Enda er ég nokkuð viss um að fólk almennt horfi ekki á hann í sjónvarpinu, dagskráin er umtalsvert betri á Netflix og síðan hefur fólk almennt annað að gera en að horfa á reiðan mann á þrítugsaldri ausa úr skálum reiði sinnar í sjónvarpinu.

Að vera húmoristi fyrir heiminum er list og mikil sköpun og krefst þess að menn skilji það sem þeir fara útí. Atli Fannar getur hvorugt og ég er ekki viss um að hann sé yfirhöfuð með skopskyn. Ljóst er að handritsgerð hans á Rúv er í lélegra laginu og ber þetta innskot hans það með sér og þegar menn eru búnir að vera í sjónvarpinu allan vetur og þetta er það besta sem kemur, þá er ljóst að engin von er til þess að ástandið batni í framtíðinni.

Hvað reiði Atla Fannars varðar útí internetið. Þá er þetta augljóst, maður í hans stöðu sem hefur litlar áhyggjur af lífinu og virðist dunda sér við að reka fjölmiðil á Íslandi (þetta gæti verið einhverskonar áhugamál, ég er ekki viss) skilur ekki stöðu fólks í dag. Atli Fannar getur sagst vera venjulegur launamaður þangað til að Katla gýs en mér sýnist að það sé langt frá því að vera raunin. Það er mér til efnis að Atli hafi upplifað það að vera svo blankur um mánaðarmótinn að geta ekki keypt sér í matinn eða gert nokkurn skapaðan hlut að auki. Pirringur fólks á Íslandi kemur fram í athugasemdum fréttamiðla á Íslandi, enda er það svo að meðan stjórnmálamenn tala um að allt sé í góðu á Íslandi, þá sér fólk með sínum eigin augum að það er lygi og dútl fjölmiðlar eins og Nútíminn gera lítið til þess að breyta ástandinu. Þar eru þetta allt saman blómarósir og súkkulaði. Ástandið er lítið betra á öðrum fjölmiðlum á Íslandi, þannig að ekki er við Atla Fannar einan að sakast hérna. Ef Atli Fannar vill losna við pirringiinn af internetinu. Þá mæli ég með því að hann flytji í Árneshrepp (hann gæti gerst sauðfjárbóndi þar) og sleppi því að fá sér internet áskrift þar, hann getur bara skroppið á bókasafnið til þess að borga reikningana í heimabankanum (eða látið gerast sjálfkrafa). Ég er nokkuð viss um að það mundi gera honum gott, ljóst er að lífið í höfuðborginni hentar honum ekki, með öllu stressinu sem þar er að finna.

Það er auðvitað fullt af rugluðu fólki á internetinu, það er enginn sem neitar því og það er alltaf slæðingur af slíkum athugasemdum á Vísir.is, DV og þar sem athugasemdir eru leyfðar (ef athugasemdir koma við fréttir til að byrja með, sem er ekki alltaf tilfellið, margar fréttir fá nákvæmlega engar athugasemdir). Það eru bara ákveðnir tegundir frétta sem fá athugasemdir á Íslandi, ekki veit ég afhverju það er.

*Ég er ekki viss um að Atli Fannar geti talið sig sem blaðamann, þó svo að hann starfi sem slíkur**.
**Þetta er svona á Íslandi.

Ég biðst afsökunar á því ef þessi texti hérna að ofan er ekki rétt skrifaður á íslensku. Ég er að troða dönsku og þýsku í heilann á mér þessa dagana og það veldur veseni hér og þar í stafsetningu hjá mér. Þetta vandamál er ekki bara bundið við íslensku, ég verð einnig var við truflanir í enskunni hjá mér (sem ég hef aldrei verið neitt rosalega góður í).

Góðar stundir.