Stríðið gegn öryrkjum á Íslandi

Það er ekki nóg með að allar örorkubætur séu skornar niður við nögl með tekjutengingum á alla kanta hjá öryrkjum í dag. Heldur á einnig verið að reyna troða „starfsgetumati“ á öryrkja með lagabreytingu á komandi haust og vetrarþingi samkvæmt frétt Rúv í dag („Innbyggður hvati í hátt örorkumat“).

Staðreyndin er hinsvegar sú að starfsgetumat er eingöngu ætlað til þess að spara ríkissjóði peninga (þar sem ekki vill sjálfstæðisflokkurinn hækka skatta á hina ríku) og auka fátækt öryrkja. Það segir sig sjálft að starfsgetumats kerfi hefur innbyggða skerðingu á greiðslum til öryrkja sem lenda í þessu kerfi. Í Bretlandi, þaðan sem þessi mannvonska er uppruninn var starfsgetumatskerfið kerfisbundið notað til þess að taka bætur af fólki þó svo að það átti rétt á þeim. Enda hafa rannsóknir sýnt að dauðsföll í ákveðnum hópum öryrkja og sjúkra [1] voru margfalt hærri eftir að starfsgetumatskerfið var tekið upp en áður en það fór í notkun.

Það sama mun gerast á Íslandi ef þetta mannvonskukerfi verður tekið upp. Ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn er að leita að auknum tekjum. Þá eiga þessir flokkar að hækka skatta á útgerðina og ríkustu íslendingana. Það á ekki að auka álögur og níðast á öryrkjum, fátækum og veiku fólki eins og á að gera með þessu starfsgetumati eins og á að troða núna í gegn um Alþingi á komandi þingi. Þetta er ósvinna sem ber að mótmæla og stöðva.

1. Thousands have died after being found fit for work, DWP figures show (frétt frá 2015)
2. Death has become a part of Britain’s benefits system (2015)
3. Man died on his way home from Job Centre ‘after being found fit to work’ (2017)
4. More than 2,300 died after fit for work assessment – DWP figures (2015, BBC News)
5. Disabled dad dies after being told he’s fit for work – then benefit bosses accept he needed help AFTER his death (Mirror, 2017)
6. Disabled man starved to death four months after being declared ‘fit to work’ (2015, Mirror)

Málflutningur Sigurðar Inga Jóhannsonar, formanns framsóknarflokksins er skolp

Það er ekki að spurja að því. Málflutningur formanns framsóknarflokksins, sem er þessa stundina sveitamaður að nafni Sigurður Ingi Jóhansson er algert skolp. Enda er fullyrðing hans um innflutt grænmeti ekkert nema meiriháttar lygi sem væri afsagnarverð í þeim ríkjum sem íslendingar þykjast bera sjálfan sig sama við. Það eru íslendingar sem dæla út skolpi útí náttúruna og hafa gert núna í mörg ár eins og sjá má á þessum fréttum hérna. Innan Evrópusambandsins er allt skolp meðhöndlað þannig að ekki verði mengun af í náttúrunni. Gilda þar sérstakar reglur sem íslendingar eiga einnig að fara eftir (EES Samningurinn). Sjá nánar hérna.

Skólp fer beint út í náttúruna (09.08.2013)
Enn skolpúrgangur í Ölfusá (01.08.2014)
Skólp Árborgar og Álftaness með gamla laginu (11.07.2017)

Það eru íslendingar sem eru eftirbátar Evrópusambandsríkja í þessum málum og því er ljóst að málflutningur Sigurðar Inga Jóhanessonar, formanns framsóknarflokksins er ekkert annað nema haugalygi og þvæla frá upphafi til enda. Evrópusambandið er ennfremur með á Evrópusambandsstiginu stiginu matvælaeftirlit sem kallast European Food Safety Authority (efsa). Íslendingar taka að einhverju leiti þátt í þessu eftirliti í gegnum EES Samninginn en sú þáttaka er takmörkuð vegna lítilla fjárframlaga íslenska ríksins í eftirlitsmálaflokkinn um þessar mundir.

Frekja og yfirgangur Hjörleifs Guttormssonar

Yfirgangur Hjörleifs Guttormssonar varðandi málverkið á sjómannahúsinu er gott dæmi um yfirgang einstaklinga sem hafa áður fyrr verið hátt settir í íslenskri stjórnsýslu. Það sem gerir þetta mál verra er að Hjörleifur Guttormsson notar lög til þess að réttlæta yfirgang sinn í þessu máli. Það er staðreynd að hann sendi tölvupóstana og það er hann sem þrýsti á að málverkið á sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægt. Það virðist sem að enginn annar hafi gert athugasemdir við þetta málverk á húsinu. Hjörleifur Guttormsson notar skipulagslög 123/2010 til þess að réttlæta yfirgang sinn. Það er hinsvegar staðreynd að í umræddum lögum er ekkert sem bannar fólki eða fyrirtækjum að mála útveggi hjá sér eins og þeim sýnist. Slíkt þarf ekki að fara í grendarkynningu eða einhverjar kynningu þegar málverk eru sett á veggi húsa. Þegar Hjörleifur Guttormsson heldur því fram að svo sé, þá er hann einfaldlega að ljúga að fólki. Fyrir utan það að nota skipulagslög til þess að réttlæta þennan yfirgang þá vísar hann einnig í 44. grein skipulagslaga. Sú grein fjallar bara um grendarkynningu en ekkert um hvernig útveggir húsa skuli vera málaðir. Umrædd lagagrein er svona í dag.

44. gr. Grenndarkynning.
[Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr.] 1)
Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar sveitarstjórn hefur afgreitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar. … 2)
Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
[Hafi byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt.] 2)

Hérna sést að þessi lagagrein fjallar ekki það hvernig mála skal hús að utan. Það sama á við um öll skipulagslögin í heild sinni, það er ekkert í þeim sem fjallar um það hvað er heimilt og hvað er bannað þegar það kemur að húsalit eða hvort að málverk sé utan á húsvegg eða ekki. Tölvupóstar Hjörleifs Guttormssonar voru yfirgangur og frekja. Grein hans í Morgunblaðinu er bara réttlæting á þeirri frekju og yfirgangi. Auk þess sem hann sýnir í þeirri grein að hann er hryllilegur íhaldsmaður sem hatar alla fjölbreytni og breytingar á Íslandi.

Frétt Vísir.is

Hjörleifur svarar fyrir sjómannsmálið: Segir alvarlega bresti í stjórnkerfi Reykjavíkur

Viðskiptabönn Bændasamtaka Íslands kosta sauðfjárbændur milljarða í tekjur

Sú hugmyndafræði sem keyrir Bændasamtök Íslands og andstöðu þeirra gagnvart Evrópusambandinu (Wikipedia á ensku hérna) er núna að kosta íslenska sauðfjárbændur milljarða í tekjur á ári þessa mánuðina. Ástæðan er sú að íslenskir sauðfjárbændur og íslenskir bændur almennt hafa ekki aðgang að 512 milljón manna markaði sem Evrópusambandið byggir á.

Ástæðan er sú að íslendingar hafa takmarkaðan innflutning inná markaði Evrópusambandsins með lambakjöt og aðrar vörur vegna tolla eins og fjallað er um á vefsíðu Evrópusambandsins hérna. Aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) skiptir engu í þessu máli og er líklega býr til fleiri vandamál en það á að leysa. Samkvæmt þessari hérna (smella þarf á ‘Market Dashboard’fyrir nýjustu verðupplýsingar á markaði Evrópusambandsins) vefsíðu, þá getur íslenskur bóndi fengi 515,6€ á hver 100 kg af góðu lambi á markaði Evrópusambandsins í dag. Létt lamb fer á 552,9€ á hver 100kg núna í dag á markaði Evrópusambandsins.

Kjötfallið sem íslenskir bændur sitja uppi með og veldur tekjutapi hjá íslenskum sauðfjárbændum stafar eignöngu af þröngsýni og skorti á framsýni hjá Bændasamtökum Íslands. Það er stór markaður fyrir íslenskt lambakjöt en sá markaður er allur í Evrópusambandinu og á meðan íslendingar standa þar fyrir utan. Þá er sá markaður svo gott sem lokaður fyrir íslenska sauðfjárbændur.

Íslenskir sauðfjárbændur og aðrir eru að láta Bændasamtök Íslands að hafa sig að fíflum með stöðugri andstöðu þeirra við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslenskir bændur vilja hafa það gott og halda áfram að hafa í sig á þá verða íslenskir bændur að láta af andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Stjórnmálaspjallið á Facebook og Útvarp Saga í Útvarpinu

Á Facebook er að finna hóp sem kallar sig „stjórnmálaspjallið“. Þetta er auðvitað rangnefni, þar sem ekki eru rædd nein stjórnmál þarna. Í þessum hóp er svo til eingöngu verið að ræða útlendingahatur, skáldaða hluti sem ný-nasistar og aðrir fasista og öfgahópar hafa skáldað upp til þess að kenna útlendingum og múslímum um bæði á Íslandi og erlendis.

Þessi hópur er stofnaður og rekin af fólki sem eru ekkert annað en öfgafullir kristnir einstaklingar. Þetta eru öfgamenn og eins og aðrir öfgamenn þá er þetta fólk hættulegt lýðræðinu á Íslandi og öryggi almennings. Það er enginn tilgangur að reyna að rökræða við þetta fólk, það tekur ekki neinum rökum og hefur ekki áhuga á því að breytast. Fyrr breytist fjallið í hæð áður en það gerist.

Íslandi er síðan rekin haturs útvarpsstöð undir nafninu „Útvarp Saga“, gengur þessi útvarpsstöð á ný-nasista hatri og öðru slíku ógeði í garð útlendinga að það ætti fyrir löngu síðan að vera búið að loka þessari útvarpsstöð með dómsúrskurði. Því miður nýtur þessi útvarpsstöð samúðar innan íslenska stjórnkerfisins og fær því að vera í loftinu. Það er staðreynd sem er skelfileg og ljóst er að lýðræðið á Íslandi er nú þegar orðið veikt vegna öfgafullra skoðana sem er að finna innan stjórnkerfisins. Hinn almenni Íslendingur verður ekki mikið var við þetta, nema að hann geri þau „mistök“ að eignast maka sem kemur frá ríki sem er frá landi sem er utan EES/ESB og fólk fær meira að finna fyrir því ef umræddur maki er frá Afríku ríki sem telst vera fátækt eða ekki í lagi samkvæmt „íslenskum stöðlum“ (sem eru bölvað rugl).

Útvarp Saga og Stjórnmálaspjallið ættu að gera íslendingum þann greiða að loka án tafar og stjórnendur viðkomandi eiga að biðja útlendinga og íslendinga afsökunar á þeirri þjáningu sem þeir hafa valdið með þessu kjaftæði sem hefur komið frá þeim á undanförnum árum.