Stjórnmálaspjallið á Facebook og Útvarp Saga í Útvarpinu

Á Facebook er að finna hóp sem kallar sig „stjórnmálaspjallið“. Þetta er auðvitað rangnefni, þar sem ekki eru rædd nein stjórnmál þarna. Í þessum hóp er svo til eingöngu verið að ræða útlendingahatur, skáldaða hluti sem ný-nasistar og aðrir fasista og öfgahópar hafa skáldað upp til þess að kenna útlendingum og múslímum um bæði á Íslandi og erlendis.

Þessi hópur er stofnaður og rekin af fólki sem eru ekkert annað en öfgafullir kristnir einstaklingar. Þetta eru öfgamenn og eins og aðrir öfgamenn þá er þetta fólk hættulegt lýðræðinu á Íslandi og öryggi almennings. Það er enginn tilgangur að reyna að rökræða við þetta fólk, það tekur ekki neinum rökum og hefur ekki áhuga á því að breytast. Fyrr breytist fjallið í hæð áður en það gerist.

Íslandi er síðan rekin haturs útvarpsstöð undir nafninu „Útvarp Saga“, gengur þessi útvarpsstöð á ný-nasista hatri og öðru slíku ógeði í garð útlendinga að það ætti fyrir löngu síðan að vera búið að loka þessari útvarpsstöð með dómsúrskurði. Því miður nýtur þessi útvarpsstöð samúðar innan íslenska stjórnkerfisins og fær því að vera í loftinu. Það er staðreynd sem er skelfileg og ljóst er að lýðræðið á Íslandi er nú þegar orðið veikt vegna öfgafullra skoðana sem er að finna innan stjórnkerfisins. Hinn almenni Íslendingur verður ekki mikið var við þetta, nema að hann geri þau „mistök“ að eignast maka sem kemur frá ríki sem er frá landi sem er utan EES/ESB og fólk fær meira að finna fyrir því ef umræddur maki er frá Afríku ríki sem telst vera fátækt eða ekki í lagi samkvæmt „íslenskum stöðlum“ (sem eru bölvað rugl).

Útvarp Saga og Stjórnmálaspjallið ættu að gera íslendingum þann greiða að loka án tafar og stjórnendur viðkomandi eiga að biðja útlendinga og íslendinga afsökunar á þeirri þjáningu sem þeir hafa valdið með þessu kjaftæði sem hefur komið frá þeim á undanförnum árum.