Lög um bankaleynd oftúlkuð til að þagga niður í fjölmiðlaumfjöllun um spillingu Bjarna Benediktssonar (núverandi forsætisráðherra)

Það má sjá á lögbanni sem Kjarninn birtir (pdf) á vef sínum að lagaákvæðið um bankaleynd er hérna oftúlkað til þess að þjóna hagsmunum lögbannsins. Þetta er andstætt lögum þar sem sýslumanni er ekki heimilt að túlka lögin sér í vil og þannig að niðurstaða fáist í málið sem hentar þeim sem leggur fram lögbannið.

Það er ennfremur að sjá að Mike Wheeler sem er settur yfir Glitnir HoldCo ehf er manneskja sem hefur eingöngu það hlutverk að sitja í stjórn þessa fyrirtækis til þess að fela raunverulega eigendur þess. Hægt er að skoða Mike Wheeler og tengsl hans við önnur fyrirtæki hérna á vefsíðu Bloomberg. Líklegt er að raunverulegir eigendur Glitnir HoldCo ehf séu sjálfstæðismenn sem vita hvað er í þessum gögnum og þá spillingu sem fréttir af þessum gögnum munu sýna fram á og sanna. Þá á ekki að leyfa þessu mönnum að komast upp með þessa spillingu og það á að fella þetta lögbann úr gildi án tafar, þar sem þetta lögbann er ekki löglegt og lagagreinin sem um ræðir er ranglega túlkuð í þessu tilfelli. Þetta lögbann er einnig andstætt dómum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fellt um ritstjórnarlegt frelsi íslenskra blaðamanna á undaförnum árum. Sýslumanninum í Reykjavík ber ennfremur að segja af sér án tafar og síðan á lögreglan á Íslandi að taka lögmannsstofuna Logos til rannsóknar vegna spillingar sem þar augljóslega þrífst.