Að koma á kerfisbundinni fátækt öryrkja á Íslandi

Í frétt á Rúv sagði Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra Íslands þetta um stöðu öryrkja.

Katrín Jakobsdóttir sagði, í fyrirspurn um málið á Alþingi í dag, að til standi að fara í virkt samtal við aldraða og öryrkja um lífeyrismál og vinna hratt þannig að strax í þeirri fjármálaáætllun sem verði lögð fram í vor verði mörkuð skýrari stefna. Gera þurfi kerfisbreytingar á örorkukerfinu sem hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði þessum hópum tryggð mannsæmandi kjör sem allir séu sammála um að þurfi að gera.

Þetta þýðir einfaldlega að það á að koma á bresku fátæktarkerfi upp á Íslandi. Sem byggir á starfsgetumati sem segir að fólk sé heilbrigt til vinnu (svo ekki þurfi að borga þeim) þó svo að það sé við dauðans dyr og hafi jafnvel dáið daginn eftir að það fékk slíkt mat.

Þetta er ekki staða sem öryrkjar á Íslandi geta sætt sig við. Þar sem öryrkjar vilja vera virkir í vinnu á Íslandi eins og aðrir en tilgangurinn við að vera virkur í vinnu dugar skammt þegar allur ábatinn af þeirri vinnu er tekinn upp í skerðingar á örorkubótum og þannig er fátækt viðhaldið endalaust hjá öryrkjum sem margir geta bara unnið hlutastarf eða jafnvel fá ekkert annað en hlutastörf eða jafnvel eingöngu tímabundin störf árstíðarbundin störf. Það sem þarf að breytast á Íslandi er að draga verður verulega úr skerðingum á örorkubótum til þess að bæta tekjur og líf öryrkja. Það er röng stefna sem mun eingöngu valda meiri fátækt að fara í starfsgetumat sem hefur verið blautur draumur sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins undanfarin ár að koma á slíku kerfi (þeir hata öryrkja og fátækt fólk).

Það er alveg ljóst að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra virðist lítið vita um þennan málaflokk og fer hérna með alvarlegar rangfærslur um stöðu mála hjá öryrkjum. Þessi 4,7% hækkun hjá öryrkjum sem búa með öðrum dugar mjög skammt í þeirri verðhækkunarhrinu sem er yfirvofandi á Íslandi. Hækkun örorkubóta verður að vera sú sama og á lágmarkslaunum á Íslandi og helst aðeins meiri en það, þar sem örorkubætur hafa dregist úr lágmarkslaunum á Íslandi undanfarin þrjú til fjögur ár, enda hafa ríkisstjórnir með annað hvort framsóknarflokki eða sjálfstæðisflokki verið við völd á Íslandi á þessum tíma. Þingmönnum og ráðherrum á Íslandi hafa á þessum sama tíma verið skammtaðar ríflegar launahækkanir á meðan öryrkjar og fólk á mjög lágum launum lepur dauðann.

Frétt Rúv

ÖBÍ: Gríðarleg vonbrigði með hlut öryrkja