Lygaþvælan í Heimssýn varðandi Orkurstofnun Evrópusambandsins (ACER)

Heimssýn og Nej til EU í Noregi eiga það sameiginlegt að báðir hópar eru samfélag fólks sem eru raðlygarar, einangrunarsinnar og fólk með fasískar tilhneigingar og vilja gjarnan koma þessum fasískum tilhneigingum í verk frekar en bara að tala um þær. Það er langur listi sem þetta fólk er á móti en það er ekki til umfjöllunar í þessari grein. Það verður að bíða síðari tíma. Ég er að skrifa gegn þessari hérna grein sem var birt á vefsíðu Heimssýnar þann 23. Apríl síðastliðinn.

Ísland er nú þegar hluti af raforkumarkaði Evrópusambandsins. Það sést best á öllum þeim orkufyrirtækjum sem eru núna starfandi á Íslandi, þar sem íslendingar tóku upp fyrsta pakka raforkulaga Evrópusambandsins fyrir nokkrum árum síðan í gegnum EES samninginn.

Hlutverk Orkustofnunar Evrópusambandsins (ACER) er að tryggja að raforkumarkaðurinn virki rétt, samkeppni sé virk. Auk þess þá hjálpar Orkustofnun Evrópusambandsins (ACER) aðildarríki Evrópusambandsins og EES að standa að stefnumótun á orkumarkaði í viðkomandi ríki. Heilstæð stefnumótun er eitthvað sem stórkostlega vantar á Íslandi. Ástæða þess að Ísland hefur ekki atkvæðisrétt hjá Orkurstofnun Evrópusambandsins er sú staðreynd að Ísland er ekki aðildarríki að Evrópusambandinu. Ef íslendingar vilja atkvæðarétt innan Orkustofnunar Evrópusambandsins þá verða íslendingar að ganga í Evrópusambandið og gerst fullgildir aðilar að því.

Það er síðan lygi frá upphafi til enda að Evrópusambandið ætli að krefjast þess að íslendingar fari í það að leggja rafmagnsstreng frá Íslandi til Skotland. Heimskan hjá Heimssýn virðast valda því að fólkið þar áttar sig ekki á því að Bretland er á leiðinni úr Evrópusambandinu. Það er ennfremur ekki efnahagslega hagbært að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópusambandsins. Slíkur strengur yrði gífurlega dýr í rekstri og viðnámið eitt og sér í strengnum mundi tryggja það að lítið yrði um raforku 2200 km sunnar við strendur Holland eða Danmerkur (sem yrði næsti hagstæði tengipunktur við Evrópusambandið). Í grein Heimssýnar er talað um 1200W rafstreng til Skotlands (skýrsla Orkustofnunar talar um 1000MW streng sem er örlítið meira en mjög lítið engu að síður). Það er svo lítil raforka á raforkumarkað Evrópusambandsins að það tekur því ekki einu sinni að tala um það. Samkvæmt CIA Factbook þá framleiddu öll aðildarríki Evrópusambandsins 3.166 trillion kWh (2015 est.) í raforku árið 2015. Öll raforkuframleiðsla íslendinga er ennfremur lítil í þessu samhengi og það borgar sig ekki fyrir íslendinga eða aðra að leggja út í kostnað að tengja Ísland við Evrópska raforkunetið, þó svo að marga dreymi um slíkt (vegna græðgi).

Það borgar sig ekki fyrir Portúgal að tengja Azores eyjar (íbúafjöldi svipaður og Ísland) við Evrópska raforkunetið (fjarlægðin er svipuð ef miðað er við Skotland). Það er því ljóst að fullyrðingar Heimssýnar um Ísland verði tengt Evrópska raforkunetinu eru ekkert nema lygaþvæla sem ekki er mark á takandi. Skýrsla Orkustofnunar frá árinu 2016 nefnir mjög skýrt að mjög erfitt sé að standa undir þessu efnahagslega, jafnvel bara milli Íslands og Færeyja þar sem hægt yrði að leggja streng á milli án mikilla vandræða. Skýrsluna er hægt að lesa hérna (pdf). Það er síðan alltaf ríkjanna sjálfra að ákveða hvernig þessum málum er stjórnað og hvaða ákvarðanir eru teknar. Þetta tilheyrir ekki undir stjórnunarsvið Evrópusambandsins og hefur aldrei gert það. Það verkefni sem Heimssýn talar um þarna og kallast Ice Link er ákvörðun sem ríkisstjórn Íslands hefur tekið á einhverjum tímapunkti og látið fara í efnahagslegt mat og rannsóknir og skýrslugerð.

Það er alveg ljóst að lítið mark er takandi á Heimssýn og samtökum sem styðja þá. Enda er það sem kemur frá þeim ekkert annað en rangfærslur og lygar.

Vefsíður Evrópusambandsins

Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER)
Orkustofnun Evrópusambandsins (Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER))
A fully-integrated internal energy market