Ólöglegar hvalveiðar á Íslandi

Þær hvalveiðar sem stundaðar eru við Ísland þessa dagana eru ólöglegar. Það var nefnilega ráðherra í starfsstjórn sem setti reglugerð um hvalveiðar á síðustu stundu. Af því má ráða að ráðherran hafi í raun verið umboðslaus til þess að setja umrædda reglugerð um hvalveiðar, af því leiðir að umrædd reglugerð um hvalveiðar er í mótstöðu við lög um ráðherraábyrgð og greinar þar um.

Um er að ræða eftirfarandi greinar.

2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.

8. gr. Í samræmi við ákvæðin hér á undan, varðar það ráðherra ábyrgð eftir lögum þessum:
a. ef hann sjálfur gefur út fyrirmæli eða veitir atbeina sinn til, að út séu gefin fyrirmæli forseta um málefni, sem eftir stjórnarskránni verður aðeins skipað með lögum eða heyrir undir dómstóla;
b. ef hann leitar eigi samþykkis Alþingis, þegar skylt er samkvæmt stjórnarskránni;
c. ef hann annars framkvæmir sjálfur, fyrirskipar framkvæmd á eða lætur viðgangast að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, sem þar er fyrirskipað eða veldur því, að framkvæmd þess farist fyrir;
d. ef hann verður þess valdandi, að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins.

10. gr. Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:
a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín;
b. ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.

Fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra sjálfstæðisflokksins braut þessar greinar, með því að setja reglugerð þegar ríkisstjórnin var í raun sprungin og hann var í raun orðin umboðslaus, og átti að sitja þarna eingöngu fram að myndun nýrri ríkisstjórnar. Þegar Steingrímur J. tók við Sjávarútvegembættinu, þá hefði hann átt að fella umrædda reglugerð úr gildi. Enda augljóst að umrædd reglugerð stóðst ekki lög, það er ennfremur augljóst að núverandi Sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason á að fella hvalveiðareglugerðina úr gildi nú þegar. Enda er reglugerðin ólögleg, enda sett á ólöglegan hátt af valdlausum ráðherra sem var í raun búinn að tapa embætti sínu.