Hætta á eldgosi í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli

Síðustu daga hafa komið fréttir um kvikusöfnun sem á sér núna stað undir Eyjafjallajökli. Hættan af því að þessi kvikusöfnun valdi eldgosi er mjög mikil, hvort að hún valdi síðan eldgosi er hinsvegar annað mál. Sem stendur þá er kvikan undir Eyjafjallajökli ennþá á uþb 8 km dýpi, ef eitthvað er hægt að miða við jarðskjálftavirknina á svæðinu. Þannig að þessi jarðskjálftavirkni telst ennþá vera á miklu dýpi, það gæti hinsvegar breyst ef að kvikan sem er undir Eyjafjallajökli fer að stíga mjög hratt, sem stendur er ekkert sem bendir til þess að slíkt sé á leiðinni. Þessi kvikusöfnun sést mjög vel á GPS mælum Veðurstofu Íslands (rauntíma niðurstöður), þannig að það fer ekki til mála að þarna er kvika að safnast undir Eyjafjallajökul.

Það er þó annað sem er farið að valda áhyggjum. Það virðist nefnilega vera samhengi á milli atburða í Eyjafjallajökli og síðan í Mýrdalsjökli hinsvegar. Þetta er orðið þekkt, þar sem árið 1999 var mikið um að vera í Eyjafjallajökli, það virðist hafa valdið auknum þrýstingi og suðu í Mýrdalsjökli og sú atburðarrás endaði næstum því með stórgosi í Mýrdalsjökli. Sem betur fer virðist þrýstingur í Mýrdalsjökli hafa fallið áður en það átti sér stað.

Á mbl.is er frétt í dag sem segir frá aukinni brennisteinsfýlu í Jökulsá á Sólheimasandi. Það er full ástæða til þess að taka slíkt alvarlega, sérstaklega ef það er ekki mikil breinnisteinsfýla af umræddri jökulá. Ef það er mikil brennisteinsfýla, þá getur það bent til þess að það sé farið að hitna undir upptökum jökulárinnar. Það gæti verið vísbending um það að kvika sé farin að stíga upp í Mýrdalsjökli, en slíkt getur verið vísbending um yfirvofandi eldgos. Þó svo að slíkt sé engan veginn víst.

Ég hef áhuga á því að fá upplýsingar, og myndir ef hægt er af Jökulsá á Sólheimasandi. Þá er ég sérstaklega að leita eftir upplýsingum um brennisteinslykt og annað slíkt. Ég bendi einnig fólki á að hafa samband við Veðurstofuna með þessar upplýsingar, þar sem þær gætu nýst jarðfræðingum þar við að meta stöðu þessara eldstöðva.

Tengdar fréttir.

Kvikustreymi í Eyjafjallajökli gæti endað með eldgosi
Ólíklegt að kvikustreymi undir Eyjafjallajökli endi með eldgosi
Viðvarandi skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli
Katla gæti vaknað
Kvikan suðvestur af Þórsmörk
Kvikuinnskot gæti vakið Kötlu
Brennisteinslykt af Jökulsá á Sólheimasandi