Auðlyndir og útlendingar

Það er plága í gangi hjá íslensku þjóðinni, þetta er hugarfarsplága. Þessi hugarfarsplága gengur útá það að líta á útlendinga sem eitthvað varasamt. Við nánari skoðun kemst maður þó að því að það er þetta hugarfar sem er stórvarasamt. Tengt þessu hugarfari er uppi sú skoðun að eignarhald útlendinga á auðlyndum landsins sé eitthvað sem beri að varast. Við nánari skoðun á því, kemst maður að því að það hugarfar er einnig stórvarasamt og blekkjandi. Sérstaklega þegar það kemur í ljós að spilltir og gráðugir íslendingar hafa verið að fara mjög illa með auðlyndir á Íslandi síðustu ár, og gjörsamlega offjárfest í nýtingu þeirra.

Þetta viðhorf kemur vel fram hjá Þór Saari (Borgarahreyfingunni), sem þjáist líka af þessari plágu eins og svo margir Íslendingar.

„Hitt stóra atriðið sem ég sá í fljótu bragði er að ef Íslandsbanki verður seldur til útlendinga þá fylgja með eigur á borð við hlutinn í Geysi Green Energy. Þar með eignast útlendingarnir hlut í orkuauðlindunum og það má ekki gerast.“

Frétt Vísir.is: Skortir varnagla um víkingana

Það er orðin mín skoðun, miðað við það sem gerst hefur síðustu mánuði, að hvorki íslendingar eða útlendingar eigi að hafa eignarrétt í auðlyndum Íslendinga, heldur eingöngu nýtingarrétt. Á þeirri línu vil ég líka sjá reglur, sem gera það ljóst að eingöngu sé um nýtingarétt sé að ræða, en ekki varanlegt eignarhald á umræddum auðlyndum. Enda er varanlegt eignarhald á auðlyndum afar óeðlilegt að mínu mati, hvort sem um er að ræða íslendinga eða útlendinga. Það verður einnig að tryggja hagsmuni almennings þegar það kemur að þeim auðlyndum sem finnast á Íslandi.

Það yrði síðan þannig að auðlyndir yrðu í eign og umsjá ríksins, sem mundi tryggja jafnan aðgang að auðlyndum landsins. Einnig að umhverfiskröfum um umgengni við auðlyndir Íslands verði fylgt til þess að vernda náttúruna og koma í veg fyrir stórfellt rask við nýtingu auðlynda.

One Reply to “Auðlyndir og útlendingar”

  1. Þú ert svikari til Ísland!
    ég hatur þú, [fjarlægt af eiganda jonfr.com]!!!!

Lokað er fyrir athugasemdir.