Færeyjingar huga að upptöku evru

Samkvæmt smáfrétt í Fréttablaðinu þann 10. September 2009, þá hafa Færeyingar samþykkt að skoða hvernig best sé fyrir þá að taka upp evru í Færeyjum.

Fréttin hljómar svona.

Unnið verði að upptöku evru

Frumvarp tveggja stjórnarandstöðu-flokka, um að unnið verði að því að gera evruna að gjaldmiðli Færeyinga, hefur fengið góðan hljómgrunn í utanríkismálanefnd Lögþingsins. Búast má við að það verði samþykkt í breyttri mynd, segir í frétt Kringvarps Færeyja.

Tekið héðan.

Ég veit ekki hvort að Færeyingar geta fengið að taka upp evruna án þess að vera í ESB, mér þykir það hinsvegar ólíklegt. Þannig að það er stór spurning hvort að Færeyingjar muni ganga í ESB á sama tíma og íslendingar, í kringum árið 2012.

Vegna þess að Færeyingar eru með dönsku krónuna, þá uppfylla þeir upptökuskilyrði evru að mestu leiti. Nema því að þeir eru ekki í ESB, en það er eina krafan sem þeir uppfylla ekki varðandi evruna.

Nánar um evrumál Færeyinga.

Euro wanted as currency in Faroe Islands
Rich Faroe Islands may adopt euro
Vilja hava evruna sum gjaldoyra í Føroyum