Stórveldissinnar (og draumar) hjá Heimssýn (og Fullveldissinnum?)

Hjá Heimssýn, og meðal annara andstæðinga ESB á Íslandi er að finna svokallaða ESB stórveldissinna (Union of European Federalists), en sú stefna gengur útá það að sameina alla Evrópu í eitt ríki. Þessi stefna nýtur ekki vinsælda í Evrópu, og fær engar undirtekir innan ESB ríkjanna, eða hjá ESB sjálfu. Enda er ESB samvinna ríkja og samkvæmt sáttmálum ESB þá eiga aðildarríki ESB að vera sjálfstæð samkvæmt alþjóðalögum.

Það kom mér því talsvert á óvart að sjá einn helsta andstæðing ESB á Íslandi taka undir með stórveldissinum Evrópu, en Jón Valur vill að kosið sé til Framkvæmdastjórnar ESB í beinni lýðræðislegri kosningu af almenningi. Í staðinn fyrir að aðildarríki ESB tilnefni sitt fólk í Framkvæmdaráð ESB, sem síðan er staðfest af Evrópuþingi ESB í kosningu. Ef að kosið yrði um Framkvæmdastjórnina í beinni kosningu, eins og Jón Valur, og aðrir andstæðingar ESB vilja þá væri ESB ekki samband (Union) eins og það er í dag. Heldur væri þá um sambandsríki að ræða, sem mundi þá líkjast BNA, Kanada, Rússlandi eða Þýskalandi að gerð og uppbyggingu.

Um yfirlýsingar Danel Hannan sem Jón Valur vísar í, þá hefur verið bent á það erlendis að Daniel Hannan er í raun stórríkissinni eins og aðrir andstæðingar ESB. Í BBC World News sjónvarpsþætti fyrir nokkru (Talking Europe), þá benti Sænskur evrópuþingmaður á þessa staðreynd að Daniel Hannan væri í raun stórveldissinni Evrópu. Enda vísaði sænski evrópuþingmaðurinn í málflutning Daniel Hannan máli sínu til stuðnings, þar sem kröfunar sem þeir setja fram um virkni ESB mundu í raun breyta ESB í sambandsríki, eða einfaldlega stórt evrópuríki, frá því sambandi sjálfstæðra evrópuríkja eins og það er í dag.

Sannleikurinn um málflutning andstæðinga ESB er því undarlegri en nokkurn hefði grunað. Evrópusinnar vilja ganga í samband sjálfstæðra evrópuríkja, en andstæðingar ESB vilja ganga í stórríki evrópu sem þeir vilja eiga þátt í að stofna, og í raun leggja niður þau 27 ríki evrópu sem núna eru í ESB.

Heimurinn er svo sannarlega undarlegur þegar nánar er skoðað.