Gunnar Waage er ritskoðari og lygari

Bloggarinn Gunnar Waager er ritskoðari, og lygari með meiru. Í nýjustu bloggfærslu sinni setur hann fram afar vafasamar fullyrðingar um ESB, án þess að bakka þær upp með snefil að sönnunargögnum. Hann vísar í tvö youtube myndbönd, en þessi myndbönd teljast ekki vera nægar heimildir fyrir fullyrðingum hans í garð ESB.

Það er ekki nóg að Gunnar Waage ljúgi um ESB, eins og aðrir andstæðingar ESB. Heldur einnig er hann líka viðkvæmur fyrir gagnrýni og að flett sé ofan af lygum hans. Af þessu leiðir, þá er mér bannað að gagnrýna Gunnar og bullið í honum. Gunnar er því ekkert annað er ritskoðari og lygari þegar það kemur að ESB umræðunni (og annari umræðu) um hvort að Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu eða ekki.

Hérna er mynd af því banni sem Gunnar hefur sett mig í á bloggsíðu sinni. Það má ennfremur geta þess að þetta er ekkert nema bölvuð hræsni og aumingjaskapur honum að þora ekki að taka gagnrýni á sinn málflutning. Sérstaklega í ljósi þess að hann er að koma með fullyrðingar á almennum vettvangi. Í tilfelli svona fólks, þá mæli ég eindregið með því að viðkomandi sleppi því að tjá sig opinberlega. Þess má geta að Gunnar Waage er einnig meðlimur í Hreyfingunni (klofningur í Borgarahreyfingunni), en því fólki er einnig illa við gagnrýni á sínum vefsíðum ef nánar er skoðað.