Steingrímur J. bullar um aðildarviðræður við ESB

Fullyrðingar Steingríms J. um að íslendingar muni ekki ná góðum aðildarsamningi við ESB eru gjörsamlega úr lausu lofti gripnar, og eiga í reynd lítið skilt við raunveruleikann. Þar sem það er alveg augljóst að Steingrímur getur ekki sagt til um það hvort að aðildarsamningur Íslands við ESB verður góður eða slæmur. Ef hann gæti það, þá væri hann ekki ráðherra heldur ríkasti og eini raunverulegi miðilinn á plánetunni Jörð.

Það er alveg ljóst að samningaviðræðunar við ESB eiga eftir að verða strangar, það er ennfremur alveg ljóst að samningaviðræðunar eiga eftir að taka og ekki minna en eitt ár. Líklegt er þó að samningaviðræðunar muni taka hátt upp í tvö til þrjú ár ef illa gengur að leysa úr flóknum samningsatriðum. Það eru alveg fordæmi fyrir slíku í aðildarviðræðum ESB við umsóknarríki þess.

Það kemur ekkert á óvart að Steingrímur J. sé á móti aðild Íslands að ESB. Enda hefur hann verið á móti mörgum af þeim heillaskrefum sem íslendingar hafa tekið með því að auka alþjóðasamstarf sitt í gegnum tíðina.

Frétt Pressunar (via Stöð 2).

Steingrímur sendir eigin nefnd hörð skilaboð: Vonlaust að þið náið góðum samningi