Fall sjálfstæðisflokksins

Dagurinn í dag er dagur sem ég hélt að kæmi aldrei nokkurntímann á Íslandi. Dagurinn sem sjálfstæðisflokkurinn félli. Ég hreinlega bjóst aldrei við því að þetta mundi gerast vegna þess að íslendingar eru snillingar í að hunsa það sem fer illa með þá og halda áfram að styðja þá sem fara verst með þá, eins og valdaseta sjálfstæðisflokksins hefur sannað í gengum áratugina hérna á Íslandi.

Dagurinn í dag er hinsvegar merkilegur. Þar sem þetta er fyrsti dagurinn þar sem sjálfstæðisflokkurinn hrynur til grunna, hversu langan tíma hrunið á eftir að taka er hinsvegar óljóst sem stendur. Það er hinsvegar orðið ljóst að sjálfstæðisflokkurinn er að hrynja til grunna þessa stundina.

Ástæðan fyrir þessu er auðvitað sú staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn hvorki gerði yfirbót eða bætti ráð sitt eftir efnahagshrunið, og þegar svona mikill fúi er kominn í stjórnmálaflokka þá hrynja þeir ævinlega til grunna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig ekki gert neitt til þess að uppræta spillingu innan síns eigin flokks, og það hefur hraðað þessu ferli margfalt eftir efnahagshrunið á Íslandi. Það verður þó að segjast að ég mun ekki saka sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum.

Hvort að framsóknarflokkurinn lifi af fall sjálfstæðisflokksins verður bara að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn gæti lifað af, en hann gæti einnig ekki lifað af. Sjáum til hvað setur.

2 Replies to “Fall sjálfstæðisflokksins”

  1. Samt er sjálfstæðisflokkurinn lang stærstur samvkæmt skoðannakönnunum. Og hvernig stendur þá á því og að stuðningur við ríkisstjórnina er undir 50 %

  2. Stjórnmálaflokkar geta og hafa fallið óháð stærð þeirra í skoðanakönnunum. Það er ennfremur til marks um heimsku íslendinga að sjálfstæðisflokkurinn skuli aftur vera orðin stærstur í könnunum á Íslandi.

    Þetta er sami stjórnmálaflokkurinn og íslendingar komu frá völdum fyrir rúmlega einu ári síðan. Botnlaus heimska verð ég að segja.

Lokað er fyrir athugasemdir.