Möguleiki á eldgosi í Grímsfjalli (Vatnajökli)

Í dag klukkan 18:08 UTC varð lágtíðniskjálfti í Grímsfjalli. Stærð skjálftans var ML2,5 og dýpið 1km samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands. Þessi lágtíðniskjálfti er fyrsta vísbending um hugsanlegt eldgos í Grímsfjalli, sem gæti hafist eftir nokkra klukkutíma ef núverandi þróun heldur áfram í Grímsfjalli. Þessa stundina er ekkert eldgos hafið í Grímsfjalli og óvíst hvort að þarna verði eldgos, en vísbendingar þess efnis eru farnar að koma fram á þessari stundu að mínu mati.

Það mun þó eingöngu koma í ljós með tímanum hvort að þarna verður eldgos á næstu klukkustundum eða dögum.