Það munaði ekki nema hársbreidd að það yrði eldgos á Laugardaginn í Grímsfjalli

Þann 20. Febrúar 2010 klukkan 18:08 UTC varð eldfjallajarðskjálfti í Grímsfjöllum. Stærð jarðskjálftans var ekki mikil, eða rúmlega ML2.6. Ég mældi þennan jarðskjálfta, og sá þar að um var að ræða eldfjallajarðskjálfta (volcano tremor #2 #3), og það þýddi aðeins eitt. Að kvika var lögð af stað upp Grímsfjöll og fjallið var að gera sig líklegt til þess að gjósa. Það virðist þó hafa gerist að kvikan virðist ekki hafa haft kraftinn til þess að hefja eldgos í Grímsfjalli, og því stoppaði ferlið rétt áður en eldgosið hefði hafist. Það munaði þó ekki miklu að þarna yrði eldgos, líklega hefur munað einhverjum mínútum, frekar en tugum mínúta.

Það sem kom þessu af stað voru jarðskjálftanir í Bárðarbungu sem áttu sér stað um helgina. Sem líklega stafaði einnig af kvikuhreyfingum í Bárðarbungu. Ef þessi jarðskjálftavirkni tekur sig upp aftur í Bárðarbungu sem eru góðar líkur á að gerist, þá er alveg eins víst að það valdi eldgosi í Grímsfjalli, eins og gerðist næstum því um helgina.

[Texti uppfærður klukkan 18:34 þann 22. Febrúar 2010.]

One Reply to “Það munaði ekki nema hársbreidd að það yrði eldgos á Laugardaginn í Grímsfjalli”

  1. Þakka þér fyrir.Þetta er að verða spennandi, og gott að þú nærð þessum skjálftum inn á mælinn hjá þér.

    kv

    Haraldur

Lokað er fyrir athugasemdir.