Margir sterkir eftirskjálftar í Chile

Það hafa orðið margir eftirskjálftar í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum fyrr í morgun. Stærsti eftirskjálftinn sem hefur komið hingað til náði stærðinni Mb6.9 og var á 30km dýpi. Margir eftirskjálftar eru á stærðarbilinu Mb5.0 til Mb6.2. Fastlega má reikna með því að eftirskjálftar haldi áfram í allan dag og næstu daga.

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt Kyrrahafið. Líka austurströnd Bandaríkjanna, þá Kaliforníu, Hawaii og fleiri lönd.