Lygar Bændasamtakanna og Heimssýnar um ESB

Nýjasta bullið í Bændasamtökunum varðandi ESB málefnin byrjar á þessu hérna. Þetta endurtekur síðan Heimssýn, enda er þeim örugglega borgað fyrir að endurtaka þessa dellu í formi styrkja sem renna til þeirra frá Bændasamtökunum. Enda þakkaði Heimssýn Bændasamtökum og landsdeildum Bændasamtakana fyrir stuðninginn fyrir nokkrum mánuðum síðan (2009).

Ef Ísland gengi í Evrópusambandið legðist svínarækt og kjúklingarækt af á Íslandi. Aðrar kjötgreinar yrðu fyrir verðskerðingu, en þó minnst í nautakjöti og lambakjöti. Þetta kom m.a. fram í máli Jóns Baldurs Lorange, hjá Bændasamtökum Íslands, á fundi um Evrópusambandið og landbúnaðinn sem Búnaðarfélag Mýramanna stóð fyrir sl. miðvikudag, en Bændasamtökin hafa viðað að sér ítarlegum upplýsingum um landbúnað í Evrópusambandinu og hugsanleg áhrif inngöngu Ísland í það. […]

Tekið héðan. Þetta er byggt á frétt Morgunblaðsins.

Fyrir utan það að ljúga hreint og beint að lesandanum eins og hérna er gert. Þá er ekki tekið fram að umræddur Jón Baldur Lorange er einnig í stjórn Heimssýnar. Þannig að í raun er Heimssýn að blekkja lesendur með því að taka þetta ekki fram, og gefa þar með í skyn að þessar upplýsingar séu áræðaanalegar. Sem þær eru alls ekki, þar sem hérna er maður sem er stjórnarmaður í Heimssýn og er starfsmaður hjá Bændasamtökum Íslands og dettur ekki í hug að taka fram þessi tengsl sín áður en hann hefur mál sitt. Það er ennfremur ámælisvert að blaðamaðurinn skuli ekki setja fram þessar upplýsingar fyrir lesandann. Heiðarleiki og gagnsæi upplýsingar er hinsvegar eitthvað sem hvorki Bændasamtök Íslands eða Heimssýn hafa áhuga á eða vilja stunda í umræðunni. Það er einnig staðreynd að flest öll stóru svínabúin hérna á landi eru nú þegar farin á hausinn, og Ísland er ekki ennþá komið inn í ESB. Ég veit ekki hvernig staðan er á alifuglabúum.

Í skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB um landbúnaðarmálin kom fram að mesta verðlækkunin yrði í svína og kjúklingaræktun. Hinsvegar mundu styrkir vega á móti því tekjutapi að einhverju leiti. Verðlækkun á svínakjöti og kjúklingakjöti verður að mati Framkvæmdastjórnarinnar eitthvað í kringum 60% ef Ísland gengur inn í ESB. Það kom einnig fram í skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB að matvælaverð á Íslandi var 60% hærra en í ESB löndum áður en kreppan skall á. Lækkun matvælaverðs mundi auðvitað renna beint í vasa neytenda á Íslandi og hafa mikla kaupmáttaraukningu í för með sér hérna á landi.

Íslendingar eiga eftir að smá meira af svona dellu og hræðsluáróðri frá Heimssýn, Morgunblaðinu og Bændasamtökunum á komandi mánuðum. Einnig má reikna með hræðsluáróðri frá SUS, sjálfstæðisflokknum, LÍÚ og fleiri aðilum sem hafa hag af því að Ísland standi fyrir utan ESB.

Texti uppfærðu klukkan 09:52 þann 17 Apríl 2010.

One Reply to “Lygar Bændasamtakanna og Heimssýnar um ESB”

Lokað er fyrir athugasemdir.