Vefþjónar með vefmyndavélar á Eyjafjallajökul hrynja vegna álags

Það er farið að gerast í auknum mæli núna síðasta sólarhring að vefþjónar sem hýsa vefmyndavélar sem vísa á Eyjafjallajökull hrynja núna þessa dagana vegna álags erlendis frá. Vegna fréttaflutnings erlendis af eldgosinu þá hefur áhuginn aukist gríðarlega, og fólk snýr sér að internetinu til þess að sjá hvað er um að vera. Einnig til þess að afla sér upplýsinga um Eyjafjallajökull.

Fólk finnur auðvitað þær vefmyndavélar sem til eru hérna á landi og vísa á Eyjafjallajökul. Hinsvegar eru þessar vefsíður illa búnar til þess að takast á við það álag sem fylgir þessum áhuga, og gildir þá einu hvort um er að ræða Vodafone, Mílu eða önnur einkafyrirtæki hérna á Íslandi. Allar þessar vefhýsingar hafa hingað til gefið eftir útaf álaginu sem fylgir þessum áhuga.

Þetta vandamál er mjög slæmt, þar sem það er fullt af fólki úti í heimi sem vill fylgjast með eldgosinu án þess að þurfa að koma til Íslands. Ástæður fyrir slíku geta verið margar eins og fólkið er margt. Það er nefnilega þannig að það hafa ekki allir peninga og tíma til þess að koma til Íslands til þess að horfa á eldgos.

One Reply to “Vefþjónar með vefmyndavélar á Eyjafjallajökul hrynja vegna álags”

  1. Thanks John for all updating. We are watching from the Canary islands through milas web site the real time eruptions so far. But always is nice to hear from you people from there and know how you live this situation. The human story part.
    Keep writing friend!

Lokað er fyrir athugasemdir.