Sveitastjórnarmenn í alþingskosningum

Það er eitt sem fer í tauganar á mér í þessum Alþingiskosningum. En það eru sveitastjórnarmenn sem voru að láta kjósa sig til starfa í sveitastjórnum í fyrra skuli núna vera að bjóða sig fram í alþingiskosningum. Mér finnst hegðun þessa fólks sem gerir þetta vera til skammar, þarna er í fyrsta lagi verið að svíkja þá kjósendur sem kusu viðkomandi til starfa í sveitarstjórnir.

Ef að viðkomandi vill bjóða sig fram til Alþingis, þá á hann að sleppa því að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan reiðilega pistill er sú staðreynd að í mínu sveitarfélagi er manneskja sem bauð sig fram í sveitarstjórn í fyrra og komst inn, að bjóða sig fram núna til Alþingins. Það er alþekkt staðreynd að það er ekki hægt að fá allt. Og að mínu áliti þá ætti viðkomandi að sjá sóma sinn í því að segja sig úr sveitastjórn ef hún nær kjöri inná Alþingi. Með réttu hefði viðkomandi átt og allir þeir sveitastjórnarmenn sem eru að bjóða sig fram til Alþingis í dag, að segja af sér embætti í sveitastjórnum áður en þeir buðu sig fram til Alþingis. Það verður nefnilega ekki bæði haldið og sleppt.

Ég skil ekki hvernig fólk heldur að það geti svikið kjósendur sína svona og haldið síðan að komist upp með það. Þessi hegðun er til háborinnar skammar, bæði fyrir viðkomandi sem persónu og viðkomandi stjórnmálaflokk.