Meira af lygum Samtaka Ungra Bænda

Nafnlaus einstaklingur á öfga-hægrivefnum evrópuvaktin var svo vinsamlegur til þess að útvegna þennan hérna texta og fullyrðir að þarna sé vitnað í Angelu Merker Kanslara Þýskalands. Ég tek það fram að vefurinn Evrópuvaktin er á móti ESB aðild Íslands og er rekin af Birni Bjarnarsyni, Strymri Gunnarsyni og síðan kemur líklega Davíð Oddsson nálægt þessum vef á bak við tjöldin. Vefurinn Evrópuvaktin stendur í því sama og Samtök Ungra Bænda, það er að dreifa lygum og blekkingum um ESB og hugsanlega ESB aðild Íslands.

Upprunalegi textinn á þýsku samkvæmt Evrópuvaktinni.

„Wie also kann das Haus ganz fertig werden? Wie soll unser Europa in zehn oder 20 Jahren aussehen? Zunächst: Mit ein wenig Glück, vor allem aber mit Disziplin und Geschick, wird Europa sich von den Turbulenzen der aktuellen Wirtschaftskrise erholt haben. Das ist das Mindeste. Aber mehr noch: Europa wird die Probleme ehrlicher beim Namen nennen müssen, Europa wird vertragliche Konsequenzen ziehen und sich stärker wirtschafts- und finanzpolitisch verzahnen müssen, als es das heute ist. Europa wird sich stärker um die wirklichen Zukunftsprobleme kümmern müssen. Und jenseits des Ökonomischen wagen wir nach der gemeinsamen Währung vielleicht weitere Schritte, zum Beispiel den hin zu einer gemeinsamen europäischen Armee. Am Ende geht es um unsere Werte und Grundsätze: Demokratie, Wahrung der Menschenrechte,nachhaltiges wirtschaftliches Wachstum, eine stabile Währung, sozialer Frieden. Das 21. Jahrhundert kann Europas Jahrhundert werden.“

Þetta er tekið héðan. Ef einhver veit hvaðan þessi texti kemur upprunalega, þá er ábending um það vel þegin. Google leit hefur litlu skilað hjá mér, og ég kann ekki þýsku. Andstæðingar ESB á Íslandi og annarstaðar hafa þann leiða sið að geta aldrei heimilda og hvaðan þeir taka sínar tilvitnanir, slíkt kemur auðvitað í veg fyrir að hægt sé að sannreyna hvort að viðkomandi tilvitnun sé rétt eða röng.

Hérna er svo þýðing með Google. Þýðingar með Google ber að taka með fyrirvara um villur.

„How, then, the house can be completely finished? How is our Europe look like in ten or 20 years? Next: With a little luck, especially with discipline and skill, Europe will have recovered from the turbulence of the current economic crisis. This is the least. But more than that: the problems Europe is honest must call a spade, Europe will move to integrate more and contractual consequences of economic and financial policy must, as it is today. Europe will have to pay more attention to the real problems of the future. And we venture beyond the Economics for the common currency may further steps, such as the joint move to a European army. In the end it’s about our values and principles: democracy, respect for human rights, sustainable economic growth, a stable currency, social peace. The 21 Century may be Europe’s century. „

Hérna er svo þýðing Samtaka Ungra Bænda.

Smellið á myndina til að fá leshæfa stærð.

Ég vona að fólk taki eftir muninum á þessum textum. Jafnvel með lélegri Google Transleit þýðingu þá er textinn sem Evrópuvaktin vitnar í allt annar en sá sem Samtök Ungra Bænda vitna í. Reyndar er það þannig að það sem stendur í auglýsingu Samtaka Ungra Bænda virðist bara vera uppspuni frá rótum, ef miðað er við textann frá Evrópuvaktinni. Textinn í auglýsingu Samtaka Ungra Bænda er því ekkert annað en uppspuni frá rótum eins og hérna má sjá.

Í mjög stuttri lýsingu. Þá voru Samtök Ungra Bænda að ljúga í þessari auglýsingu og Evrópuvaktin kom með sönnunina fyrir því.