Pennar Davíðs (og sjálfstæðisflokksins)

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjálfstæðisflokkurinn stendur í gífurlegu áróðurstríði þessa dagana. Áróðurstríði sem hann er að vinna vegna þess að enginn annar stjórnmálaflokkur hefur tekið sig og barist gegn þeirri þvælu sem hefur verið að koma frá sjálfstæðisflokknum undanfarið. Þetta áróðursstríð sjálfstæðisflokksins er mjög vel skipulagt, og byggir í reynd á því að setja fram sem mest magn af staðleysum, lygum og blekkingum og möglega hægt er í fjölmiðlum landsins. Þar sem að fjölmiðlar á Íslandi endurbirta hlutina án mikilla athugasemda eða gagnrýni. Þetta kemur til vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn hefur tryggt sér völd í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn er ennfremur með bloggara á sínum snærum, og telur fjöldi þeirra eitthvað í kringum tíu til fimmtán manns. Þetta fólk sér um að boða út hugmyndafræði Davíðs Oddssonar og bulla um Evrópusambandið og reyna að auka andstöðu íslendinga við hugsanlega Evrópusambandsaðild Íslands.

Í þessari áróðursstríði Davíðs og sjálfstæðisflokksins er áhugaverð staðreynd að fólk sem er tengt sjálfstæðisflokknum kvartar stöðugt, og alltaf undan því þegar vinstri menn eða þegar fólk ótengt sjálfstæðisflokknum skrifar í greinar fyrir fjölmiðla og umræddar skoðanir viðkomandi henta ekki málstað sjálfstæðisflokksins. Undanfarin ár hefur þetta lýst sér þannig að fólk hefur verið sakað um að vera á mála hjá Baugi (nú gjaldþrota) eða Jóni Ásgeiri (verður fljólega gjaldþrota). Þessi staðreynd er einstaklega áhugaverð í ljósi þess að fyrirtæki og menn sem eru tengdir bæði þeim og sjálfstæðisflokknum fá beinan og óheftan aðgang að fjölmiðlum á Íslandi. Það eina sem þessum mönnum er bannað er að tala gegn sjálfstæðisflokknum og Davíð.

Þessi aðferðarfræði að koma bara fyrir „já mönnum“ sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlum á Íslandi hefur virkað, enda trúir þjóðin virkilega því sem þetta fólk segir. Jafnvel þó svo að umræddar fullyrðingar séu ekkert nema tóm þvæla frá upphafi til enda, þessar fullyrðingar eru alltaf frá efnahagi Íslands yfir í hugsanlega ESB aðild Íslands.

Það er mín skoðun að ef íslendingar ætla sér einhverntíman að losna undan ægivaldi Davíðs og sjálfstæðisflokksins, þá er algerlega nauðsynlegt að stoppa þessa áróðursvél sjálfstæðisflokksins og gelda hann gjörsamlega á því sviðinu. Enda er það alveg augljóst að ef sjálfstæðisflokkurinn kemust aftur til valda þá mun hann valda meiri skaða á Íslandi en hann hefur nú þegar gert. Það er ennfremur ljóst að í kjölfarið mun sá efnahagsbati sem núna er farið að bera á hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þetta er augljóst, þar sem að það var sjálfstæðisflokkurinn sem lagði grunnin og framkvæmdi að því efnahagshruni sem varð á Íslandi árið 2008.

Texti uppfærður klukkan 18:29. Máfræðivilla löguð.
Texti uppfærður klukkan 20:00. Villa löguð í texta, sjá útstrikun.

20 Replies to “Pennar Davíðs (og sjálfstæðisflokksins)”

  1. Mig langar að senda þér smá pistil sem ég skrifaði eitt sinn vegna þöggunarinnar sem er í sambandi við Sjálfstæðisflokkinn. Nafnleyndin var eitt vígið sem þöggunarmeistarar voru á móti. Þeir fengu moggan í lið með sér til að koma óorði á nafnleyndina, en hér kemur pistillinn.

    Það er algjörlega búið að koma í veg fyrir það að fólk geti gagnrýnt undir nafnleynd. Morgunblaðið reið á vaðið vegna kvartana fólks sem sjálft skrifaði undir eigin nafni, en með falinni kennitölu. Það vandlætingin og husunarháttur þessa fólks sem kvartaði sem mest var ekki vegna þess að því væri svo illa við nafnleyndina, heldur hitt, það þoldi ekki að talað væri umbúðalaust á mannamáli. Tökum sem dæmi þegar ég hef farið inn á síður Sjálfstæðismanna og gagnrýnt flokkinn og stuðningsmenn fyrir óheiðarleika. Ég hef tekið sem dæmi þegar sonur Davíðs var ráðinn í feitt embætti þá komu fjöldinn allur af bloggurum og vörðu gjörninginn þrátt fyrir að engin væri svo heimskur að halda að þetta hafi ekki verið spilling. Svo spurði ég þessa bloggara hvernig þeir gætu lagt lag sitt við svona óheiðarleika. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, ég var bannaður með það sama. Hjörtur J Guðmundsson, Jón Valur Jensson, Sigurður Sigurðsson, og meira að segja Sverrir Stormsker af öllum mönnum bannaði mig á blogginu sínu fyrir þessa spurningu mína. Þetta var nú allur ruddagangurinn alla vega hjá mér og minni nafnleynd. Lang flestir bloggarar sem hafa valið það að koma fram undir nafnleynd koma vel fram, eini munurinn á þeim og hinum, er að þeir fyrrnefndu koma hreint og beint fram, en það þola þeir ekki sem hafa vondan málstað að verja.

  2. ótrúlegur pistill. Þið ESB sinnar ráðið ríkjum á RÚV og 365 miðlum. Fréttablaðinu með öllum sínum ESB áróðri er dreyft frítt á heimilin, og svo kvartið þið yfir málefnalegri umfjöllun moggans á ESB!
    Það er löngu kominn tími til þess að fá rannsókn á boðsferðum og risnukostnaði ESB til íslenskra fjölmiðla.

  3. Þetta er algerlega rét hjá þér Jón, – og þeim er nákvæmlega sama um hvað er satt og rétt, bara að hernaðurinn skili völdum til Davíðs og grafi undan óvininum. Þetta er aðferð Davíðs sem hann hefur oft stært sig af. – Davíð lýsti þessu t.d. sjálfur í þá allfrægu Mannlífs-viðtali fyrir 10-15 árum, þar sem hann sagði að þegar hann var oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík í tíð meirihluta vinstirflokkanna frá 1978-1982, þá hafi hann hjólað í hvað sem visntriflokkarnir segðu og hvaða mál sem þeir báru fram „hvort sem hann í hjarta sínu væri sammála málinu eða ekki“ —en svona og aðeins svona hefði verið hægt að fella vinstrimeirihlutann og tryggja Sjálfstæðisflokknum völdin á ný og Davíð sjálfum borgarstjórastólinn.
    – Ég undrast oft að ekki skuli oftar verið vitnað til þessa viðtals og þess hvernig Davíð afhjúpar aðferðir sínar og skýrir framgöng fótgönguliða hans alla tíð síðan, sem er alltaf eftir þessum formerkjum þó sérstaklega hafi nú hert á henni eftir herútboð Davíðs á Landsfundinum fyrir rúmu ári þegar hann jarðaði uppgjör flokksins við fortíðina.
    Svona er aðferð Davíðs með tryggu fótgönguliði sínu — og fullkomlega óheiðarleg.

  4. Mér er meinilla við að líkja sjálfstæðismönnum við Samúræja en common! Það eru nokkrir fjölmiðlamenn að tala þeirra máli, Mbl & Amx, á meðan allir hinir eru vinstra megin á víglínunni. Vinstri sinnar eru þá annaðhvort of latir, of vitlausir, eða með óverjandi málstað í því sem þú nefnir! Tek fram að ég hef aldrei staðsett mig í neinum pólitískum flokki en þetta er nú barasta aumkunnarverð bloggfærsla.

  5. þetta er nú meira kjaftæðið, stoppa hvaða áróður ? er þetta ekki einkarekið blað og má ekki standa í því hvaða bull sem er án þinnar sérstöku umhyggju fyrir málfrelsinu?
    Líttu á fjölmiðla Jóns Ásgeirs, glæpamanns , fréttablaðið og stöð 2 með heilaþvott á þjóðinni á hverjum degi frá upphafi baugsmálsins…..her manns á launum mörg ár við það að ljúga uppá fólk og framsetja aðeins þóknanlegar fréttir…. svo kók fíkillinn tæki ekki æðiskast…

  6. Hvers vegna skyldi eyjan.is birta tengil við þetta bull? Er það vegna þess að þar á bæ þola menn ekki að til sé fjölmiðill sem sér ekki Evrópusambandið í hillingum?

  7. Áhugaverður pistill. .Ég vil ekki draga orð þín í efa, síður en svo, en það mætti samt alveg benda á dæmi til að rökstyðja hann betur. Af nógu er að taka.

  8. Þórður Pálsson, heldur þú að það geti ekki verið að eyjan sé að setja tengil við þetta blogg vegna þess að hvergi í heimnum myndi það teljast eðlilegt að maðurinn sem setti þjóðfélagið á hausinn væri settur sem ritstjóri eins stærsta dagblaðs landsins.

  9. Jón Frímann að kalla einhvern áróðursvél????

    HAHAHHAHAHHAHAHAHAHAHHAHAAAAAHAHHAAAHAHAHAHAAAA!!!!!!

  10. Þú ert núll, eins og þeir sem þú styður og ætluðu að setja icesave klafann á íslenska þjóð til þess eins að komast inní BRUSSEL KLÚBBINN!

  11. Jón Frímann: Þú verður að kunna að tapa nafni. Það þýðir ekkert að hlaupa til dómarins og krefjast þess að mótherjinn sé dæmdur af leikvelli þegar illa gengur. Þetta er lýðræðisleg umræða sem á sér stað og það virðist þið ESB sinnar þola illa eftir að hafa átt fjölmiðlasviðið undanfarin ár.

    Segja má að staða ykkar versni í sama hlutfalli staða Baugsveldisins úr því að þú varst að minnst á þá í pistli þínum. Það væri einnig áhugavert að þú upplýstir okkur um hverjir væru á ,,dauðalistanum“ þínum um þá 10-15 bloggara sem þú vilt þagga niður í og senda í Gulagið.

  12. Allt rétt sem verið er að segja um sjálfstæðisflokkinn, en þetta er ekkert nýtt !
    Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað hér allri umræðu , svo lengi sem maður man !
    Þrátt fyrir netið , og skrif nokkura einstaklinga sem gagnrýna sjálfstæðisflokkinn, þá eru til einstklingar sem fá greitt fyrir að halda þessum áróðri áfram.
    Ég er þess fullviss, að sumir sem eru að senda hér inn athugasemdir, eru á launum hjá sjálfstæðisflokknum !

    Því miður verður að viðurkenna, á Íslandi breytist ekkert nema að það komi að utan !

  13. Jón Baldur, sjálfstæðisflokkurinn stundar allt annað en lýðræðislega umræðu. Þú ættir að vita það fullvel. Þar sem þú ert eitt af tannhjólum í áróðursvél sjálfstæðisflokksins.

  14. Sá sem skrifar greinina Pennar Sjálfstæðisflokksins og Davíðs ætti að skrifa undir fullu nafni.
    Hann ásakar alla sem eru andvígir ESB um að vera handbendi Sjálfstæðisflokksins. Ég er á móti því að ganga í ESB og get fært mín rök fyri því ef óskað er. En gaman væri að vita hvað það kostar þjóina að sækja um, og hvort ekki væri hægt að nota það fé betur, það er í mörg horn að líta.

    Svo kæri ég mig ekki umað vera bendlaðurvið eitthvað sem ég er ekki í og vil að þeir semþað gera skrifi undir fullu nafni. Takk fyrir.

  15. Sá sem skrifar greinina Pennar Sjálfstæðisflokksins og Davíðs ætti að skrifa undir fullu nafni.
    Hann ásakar alla sem eru andvígir ESB um að vera handbendi Sjálfstæðisflokksins. Ég er á móti því að ganga í ESB og get fært mín rök fyri því ef óskað er. En gaman væri að vita hvað það kostar þjóðina að sækja um, og hvort ekki væri hægt að nota það fé betur, það er í mörg horn að líta.

    Svo kæri ég mig ekki um að vera bendlaður við eitthvað sem ég er ekki í og vil að þeir sem það gera skrifi undir fullu nafni. Takk fyrir.

    Málfræði villur lagaðar.

  16. Arnar, Þar sem þú missir þig hérna í heilagri vandlætingu og vörn fyrir Davíð Oddsson hins mesta ódæmda glæpamanns íslandssögunar, þá ætla ég að benda þér á eina örlitla staðreynd.

    Ég skrifa undir fullu nafni. Þó svo að það komi kannski ekki fram í haus bloggsins þá er lénið skráð á mig undir fullu nafni.

    Í reynd er þetta hérna hjá þér ekkert nema væl og afskaplega sorleg tilraun til þess að verja sjálfstæðisflokkinn og þá aðferðarfræði sem hann notar til þess að þagga niður þeim sem eru honum ósammála.

  17. Ég varð nú að svara þessum pisli þínum JónFr á mínu bloggi. Er ég þá á þessum 10-15 manna lista sem þarf að þagga niður í?

  18. Það sannast vel hér að sannleikanum verður hver sárreiðastur. – Fótgönguliðar náhirðarinnar hrúgast inn og gera skyldu sína, ausa útúr sér persónulegum rógi á JónFr, þ.e. hvern sem dirfist að gagnrýna Bubba kóng og náhirðina. – Það þjónar allt markmiðum þöggunarinnar – að hver sem opnar munninn í andstöðu við Bubba skuli vita að hann persónulega fái fyrir ferðina, —engin rök en öllu er svarað með persónulegum undirbeltishöggum og nýðinu einu, – Og það virkar enda kjarninn í aðferð og völdum Davíðs alla tíð.

Lokað er fyrir athugasemdir.