Bjarni Ben laug í kvöldfréttum Rúv

Það var afskaplega áhugavert að fylgjast með kvöldfréttum Rúv núna í kvöld (31. Júlí 2010, þessi linkur verður óvirkur eftir tvær vikur þegar þetta er skrifað). Nefnilega í kvöldfréttum Rúv núna í kvöld var umfjöllun um Icesave málið, og þá það álit Framkvæmdastjórnar ESB að íslendingum beri að borga Icesave skuldina vegna ríkisábyrgðar sem á henni hvílir. Eins og margoft hefur verið bent á af lögfræðingum og fleirum. Bendi ég þá sérstaklega á umfjöllun Baldurs McQueen um Icesave í því efni.

Í fréttum Rúv var rætt við formann sjálfstæðisflokksins, hann Bjarna Benediktsson. Þar sem þetta hérna er haft eftir honum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa skoðun óumdeilanlega styrkja stöðu Íslands. Hann segir að stjórnarandstaðan geti ekki unnið með ríkisstjórninni í Icesave-málinu ef hún ætlar ekki að nýta sé þá sterku stöðu sem komin er í deilunni með ummælum fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Þetta er rangt. Umrætt álit styrkir ekki stöðu Íslands, sérstaklega ef litið er til jafnræðisreglu ESB, sem kveður á um það að bannað sé að mismuna fólki eftir þjóðerni og búsetu. Það er nefnilega einmitt það sem íslensk stjórnvöld hafa verið að gera undanfarin ár, og það er algerlega óháð álitum Framkvæmdastjórnar ESB á því hvort að ríkisábyrgð sé á Tryggingarsjóðum banka eða ekki. Eingöngu á grundvelli jafnréttisákvæða ESB þurfa íslendingar að borga Icesave, enda var Icesave rekið sem útibú í Bretlandi og Hollandi. Það þýðir einfaldlega að innistæður sem voru tryggðar á Íslandi í Landsbankanum eru jafnframt tryggðar í erlendum útibúum Landsbankans af íslenskum stjórnvöldum. Þegar Bjarni Benediktsson heldur því fram að þetta hafi styrkt stöðu íslendinga í Icesave málinu, þá er hann einfaldlega að ljúga og blekkja fólk. Þar sem að staða íslendinga í Iceasve málinu hefur ekkert styrkt, reyndar er það þannig að Icesave málið hefur veikst gagnvart íslenskum stjórnvöldum undanfarna mánuði.

Það er ennfremur undarleg fullyrðing hjá formanni sjálfstæðisflokksins um að hann geti ekki unnið með ríkisstjórninni við að leysa þetta Icesave mál vegna ágreinings sem er ekki til staðar. Staðreynd er mjög einföld, sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn til þess að leysa Icesave málið á mun verri vaxtakjörum og með mun verri afborgunarkostum heldur en þeir samningar sem núna liggja fyrir og var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi í Mars á þessu ári. Afstaða sjálfstæðisflokksins í Icesave málinu er því ekkert nema hrein tækifærismennska, og hefur alltaf verið það síðan þeir fóru í stjórnarandstöðu.

Það má ennfremur benda Bjarna Benediktssyni á það að ESA er ekki stofnun ESB, heldur er ESA stofnun EFTA sem íslendingar eru búnir að vera aðildar að síðan árið 1970

Frétt Rúv.

Staða Íslands sterkari í Icesave