Ásakanir Gunnars Waage í minn garð

Gunnar Waage áskar mig í bloggfærslu sinni að stunda ofsóknir um sig. Þessi ásökun kemur til vegna þess að ég fór fram á það við Wikipedia að sjálf-auglýsingu hans þar yrði eytt af vefsíðunni þar sem hún flokkast ekki sem fróðleikur og Gunnar Waage er ennfremur ekki fræg manneskja sem réttlætir að hann sé með Wikipedia vefsíðu.

Til að bæta skömm og ofan á heimsku. Þá áskar Gunnar Waage Evrópusamtökin um að stunda ofsóknir í sinn garð vegna þess sem ég gerði. Þetta hérna sýnir mjög vel hvernig menn eins og Gunnar Waage, sem er einn af andstæðingum ESB á Íslandi hugsa. Endalausar samsæriskenningar og ofsóknarbrjálæði í gangi hjá þeim.

Þetta Wikipedia mál hans Gunnars Waage er þó mun ómerkilegra en hann lætur í veðri vaka. Sérstaklega í ljósi þess að ég fer ekki með nein völd á Wikipedia, og það minnsta sem ég get gert er að leggja eitthvað til eins og ég gerði þarna. Ég hef engin völd til þess að fjarlægja eitt eða neitt, það eina sem ég gert er að leggja fram athugasemdir við greinar og leggja til við Wikipedia stjórnendur um að fjarlægja vefsíður. Endalegt vald liggur hjá stjórnendum Wikipedia og þeir ákveða hvort að greinar lifa eða deyja þar. Það er ekki ég sem fer með slík völd þarna, eins og áður segir.

Þetta “mál” hinsvegar sýnir afskaplega vel þann heim sem andstæðingar ESB á Íslandi lifa í, og hvernig hann litast af ofsóknarbrjálæði og öðrum tengdum hugsunum.

Ofsóknar bloggfærslur Gunnars Waage.

Stunda Evrópusamtökin ofsóknir?
Yfirlýsing frá Evrópusamtökunum
Niðurstaða á Wikipedia
Wikipedia að síðustu

Eyðingarskrá Wikipedia (deletion log).

Delete The article is self promotion and has only been edited by one person which is the artist himself in this bloggpost http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/1084879/. All the references (but one) that mention him are links to his homepage or his firm Trommuskólinn. The article is also not NPOV as can be seen in the Critique section. –Slembi (talk) 15:36, 14 August 2010 (UTC)

Þarna má sjá svart á hvítu að það voru fleiri en ég sem sáu þessa grein Gunnars Waage fyrir það sem hún var á Wikipedia. Sjálf-auglýsandi drasl sem átti að eyða af Wikipedia, enda sóun á plássi og tíma fólks.

Hægt er að lesa alla eyðingarskrá Wikipedia hérna (Wikipedia).

13 Replies to “Ásakanir Gunnars Waage í minn garð”

 1. Þetta svar þitt jaðrar við spam. Annars ertu ómarktækur og almennt ómerkilegur maður eins og þú hagar þér.

 2. “Self promoting page. This wiki page is self promoting one person and does not contribute anything of value to Wikipedia in my opinion. It should be removed. Jonfr (talk) 06:57, 6 August 2010 (UTC)”

  á næstu síðu stendur; ”

  “The pro-EU side also has a web page in Icelandic. You can find it here, http://www.evropa.is/ Jonfr (talk) 19:20, 22 March 2009 (UTC)”.

 3. Gleymdir að taka þessa auglýsingu þína fyrir Evrópusamtökin fram í þessum pistli þínum.

  bkv

  Gunnar Waage

 4. Í tengslum við færsluna hér á undan Stunda Evrópusamtökin ofsóknir barst eftirfarandi bréf frá stjórnarmanni í Evrópusamtökunum og kem ég henni hér með á framfæri, ég tek fram að ég hafði ekki hugmynd um að Jón Frímann væri þarna að verki, þeir vissu það þó;

  Sæll Gunnar.

  Sem stjórnarmanni í Evrópusamtökunum (og fyrrv. trommara) rennur mér blóðið til skyldunnar og svara þér hér með.

  Evrópusamtökin eru ekkert tengd því sem Jón Frímann gerir á netinu. Það er alfarið á hans ábyrgð.

  Við stundum ekki ófrægingarherferðir og höfum EKKERT á móti þér persónulega.

  Við teljum rökræðu á málefnalegum grundvelli vera það sem eigi að vera í fyrirrúmi í Evrópuumræðunni.

  En ein af grudnvallarhugmyndum lýðræðis er sú að vara sammála um að vera ósammála. Við fylgjum þeirri reglu.

  Okkur þætti vænt um að þú birtir leiðréttingu eða komir því að á bloggi þínu að við séum ekki á nokkurn hátt tengd því sem þú ert að ræða í færslu þinni.

  Með vinsemd og virðingu,

  Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

 5. Með von um að þú fáið einhverja hjálp Jón Frímann og að heiðvirt fólk fái frið fyrir þér og þínum veikindum.

  bkv

 6. Gunnar Waage, Þetta er orðið spam hjá þér. Annaðhvort hættir þú því eða ég banna þig af minni vefsíðu fyrir fullt og allt.

  Á wikipedia vefsíðunni er svokölluð user:talk vefsíða sem þú vísar til. Það er ekki auglýsing eins og þú lýgur til um hérna.

  Þú leyfir ennfremur ekki neinar athugasemdir á þínu bloggi, sem þýðir það þú þolir ekki neina gagnrýni á þínar skoðanir og tekur þeim illa þegar þær koma fram annarstaðar.

 7. Ég er að svara þér hér Jón Frímann, þér líkar það augsýnilega illa, samt getur þú ritskoðað hér og bannað notnedur, ert sem sagt með belti og axlabönd. Við hvað ertu þá hræddur?

  Ég hef lokið máli mínu enda hef ég það mjög gott, vonandi nærð þú einhverjum bata.

  Þessi slátrun var í boði hússins

  g

 8. Gunnar Waage, Þetta eru ekki svör sem þú ert að koma með hérna. Heldur útúrsnúningar, og slíkt sýnir bara að þú hefur hvorki fótfestu eða rök í þessu tilbúna máli þínu.

  Þú augljóslega getur ekki ráðist á stjórendur Wikipedia, þannig að þú réðst á mig sem augljóst skotmark. Hinsvegar misreiknaðir þú þig harkalega, þar sem að þú bjóst ekki við því að ég mundi svara fyrir mig með þeim hætti sem ég gerði og reynir núna að klóra í bakkan.

  Orðalag þitt bendir til þess að þú sérst ekki alveg í sambandi við umræðuna hérna. Sá eini sem kemur illa útúr þessu hérna ert þú, og þá eingöngu að þinni eigin gjörð.

  Þannig að þú sást um að “slátra” sjálfum þér hérna, án nokkurar aðstoðar.

  Ég leyfi athugasemdir hérna, sem er þó mun meira en þú gerir. Þar sem allt er lok og læs. Þú hreinlega leyfir ekki mótstæð viðhorf hjá þér, vegna þess að þú ert skít hræddur við þau og forðast allt sem gæti verið ósammála þér.

 9. Ég veit ekkin hvað vakir fyrir þér,

  Ég lét óska eftir því fyrir mína hönd að síðunni yrði eytt þar sem að við einfaldlega höfum ekki tíma til þess að vera með eitthvert þráhyggjucase eins og þig í eftirdragi.

  Wikipedia spiptir engu stórkostlegu máli. Síðunni hefði aldrei verið eytt nema af því að við fórum fram á það enda kemur það skýrt fram í skýrslunni, þú virðist aftur gera þér einhverjar hugmyndir um að þetta snúi einhvernvegin öðruvísi.

  Taktu nú lyfin þín, ég get ekki gert að því þótt þú sjálfur sért líklega að setja aðsóknarmet á þessari aumkunarverðu bloggsíðu þinni með því að vera að blogga um mig.

  All the more power to you luv

  Annars skiptir engu máli hvað þú segir hérna næst, ég mun ekki svara þér því það er akkúrat ekkert og ég meina ekkert nema rangfærslur og bull á þessari síðu þinni.

  Taktu nú lyfin þín og ekki láta þig dreima um hluti sem þú skilur ekki, eins og frægð. Ég hef þekkt og umgengist svo mikið af frægu fólki að ég gæti stofnað úr því heilan heilan her. Trúðu mér, það er ekki eftir neinu að sækjast í því efni.

  Finndu þér annað að hugsa um.

  blessaður

 10. Jón Frímann er með Aspargen heilkenni. hér koma nokkur af lýsandi einkennum:
  Skortur á hæfni til gagnkvæmra félagslegra samskipta
  Sérkennileg áhugamál og áráttukennd hegðun
  Málfar er sérkennilegt
  Gagntækar þroskatruflanir
  Eðlislæg vanhæfni í félagslegum samskiptum

 11. Gunnar Waage, Þú óskar eftir því að síðunni sé eytt. Samt ræðstu á mig og sakar mig um að hafa komið því þannig fyrir að síðunni yrði eytt. Jafnvel þó svo að þú fullvitir að ég kom ekkert nálægt þeirri ákvörðun stjórenda Wikipedia um að láta eyða vefsíðunni. Hvað þá að Evrópusamtökin, sem þú einnig ásakaðir um þetta sama.

  Í þessu máli er sökin öll þín. Ég hafði ekkert með þetta að gera, fyrir utan það að ég sagði mín skoðun, sem oft á tíðum er einskis virði á Wikipedia.

 12. Röksemdafærsla Gunnars var á þessa leið:
  – Jonfr setur inn athugasemd á Wikipedia um að greinin um Gunnar Waage eigi hugsanlega ekki heima þar.
  – Gunnar Waage sér að Jonfr hefur talað um Evrópusamtökin á allt öðrum stað á Wikipedia fyrir rúmlega ári síðan.
  – Gunnar Waage dregur þá ályktun af þessu að Evrópusamtökin hljóti að vera að ofsækja sig á Wikipediu.
  Þetta er alveg kostulegt og ekki furða að þetta er að vekja athygli.

  Ég hvet alla til að lesa fyrstu færlsuna hans um málið á blogginu hans þar sem þetta kemur fram http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/1084879/ .

Comments are closed.