Súrnar í andstæðingum ESB á Íslandi

Það er að sjá á umræðunni undanfarinn sólarhring að það er virkilega farið að súrna í andstæðingum ESB á Íslandi. Sérstaklega þá AMX mönnum, sem skrifa fimmtu greinina (Varúð! AMX vefur!) um mig á slúðurvefnum sínum (ég er að telja greinanar, og geyma), eftira ð þeir taka þetta upp hjá (blog.is, blogg Páls Vilhjálmssonar) Páli Vilhjálmssyni öfgamanni og dýrkanda Davíðs Oddssonar.

Þær ásakanir sem þetta öfgfrjálshyggjulið kemur með á mig og Silfur Egils eru fáránlegar. Þar sem langt er á milli minnar greinar, og þeirrar greinar sem Egill skrifar. Þó svo að efnisinnihaldið sé svipað, þá er ekkert skylt með þessum greinum að öðru leiti. Í stuttu máli, þá var AMX að ljúga þarna eins og vananlega í þessum slúðurgreinum sínum.

Það er hinsvegar alveg augljóst að þeir á AMX, Páll Vilhjálmsson og aðrir geta ekki þolað neina umræðu um Davíð Oddsson nema þá að hún sé á jákvæðu nótunum. Þetta fólk gegnur rösklega fram í því að þagga niður í öllum þeim sem tala illa um Davíð Oddsson, sem er æðsti kóngur þessa fólks. Enda dýrkar þetta fólk jörðina sem Davíð Oddsson gengur á, og þess huga þá hefur Davíð Oddsson ekki gert neitt rangt. Síðan dettur þessu fólki að saka aðra um leiðtogadýrkun á Íslandi.

Staðreyndin er ennfremur sú að staða andstæðinga ESB á Íslandi er mjög, og er að veikjast óðum. Enda virðist ríkja þar innanborðs mikið ósætti og líklegt að mikil valdabarátta fari af stað þar á næstu mánuðum. Enda er sá armur sjálfstæðisflokksins sem er kenndur við Davíð Oddsson ósáttur við að ráða ekki öllu sem við kemur baráttunni gegn ESB á Íslandi.