Enn á ný ræðast Gunnar Waage á mig

Það er alveg augljóst að Gunnar Waage ætlar ekki að komast yfir það að stjórnendur Wikipedia létu eyða sjálf-auglýsandi vefsíðu hans af vefsíðunni. Í stað þess að taka málið upp við stjórendur Wikipedia. Þá gerir hann það sem menn eins og hann gera alltaf. Þeir ráðast á þann sem kom málinu sem minnst við og reyna að skjóta þá í kaf með skít og drullu.

Í nýjust færslu Grunnars Waage um þetta mál, þá gerir hann ekki annað en að skjóta á mig og ásaka mig um vanþekkingu, geðsjúkdóma og annað slíkt. Ennfremur telur hann víst að vefsíðan (jonfr.com) sé lítið heimsótt, þá á þeim forsendum að það sé svo lítið um athugasemdir á þeim bloggfærslum sem ég set fram.

Hérna eru nýjustu ásakanir Gunnars Waage í minn garð.

Ég tek fram að pilturinn, Jón Frímann, er líklegast ekki alveg í lagi. Ég myndi vilja sjá hann snúa sér með sín vandamál til einhverra sem hafa þann starfa að þjónusta hann í hans ástandi. Allavega væri ekki úr vegi að fylgjast með internetsnotkun fólks sem svo er ástatt fyrir. Vænissýki í bland við internet frá veikum einstaklingi er slæm blanda.

Það verða alltaf svona persónur, fólk sem les sér til um listir í auglýsingabæklingum frá Stöð 2 og heldur síðan að Wikipedia sé viðurkennd útgáfa og skráning upplýsinga þar sem að fólk getur bara flett upp því sem það vantar að vita.

[…]

Menntun væri til góðs ef að Jón Frímann vildi láta taka sig alvarlega en hana hefur hann ekki haft áhuga að verða sér út um.

[…]

Við einfaldlega sáum okkur ekki fært að standa í þrasi daglega þarna inni, kvöldinu áður hafði administrator úrskurðað en grey maðurinn hélt áfram og í þetta skiptið á þeim forsendum að ég væri ekki frægur (sem er rétt). Ég hef þó hlotið þá kynningu sem ég þarf á að halda, það er (fyrir mér) allt annar hlutur. En umræðan var einfaldlega fyrir neðan mína virðingu og ég er svo sannanlega ekki að leita eftir frægð á Wikipedia.

[…]

Ég veit ekki til þess að þessi persóna, Jón Frímann, sé með neina sérstaka kunnáttu eða sérstaka hæfileika sem þykja þess verðir að fjallað sé um, hvað þá á faglegum vettvangi. Ég veit ekki einu sinni hvort að þessi persóna er yfir höfuð til, hver hann er eða hvað hann gerir.

[…]

Ég þykist reyndar vita að Jón Frímann gangi ekki alveg heill til skógar enda vænissýki hans alþekkt í bloggheimum og er það áhyggjuefni að fólk eins og hann skuli hafa óheftan aðgang að internetinu til að angra fólk, þetta er eitthvað fyrir yfirvöld heilbrigðismála að spá í. Spurning með einhverjar aðgangsstillingar á Windows fyrir vissar stofnannir.

Tekið héðan.

Það er algeng aðferð manna sem hafa ekkert til málana að leggja, og geta ekki komið með staðreyndir fyrir máli sínu að saka þá sem þeir standa andspænis í umræðunni um geðveiki eins og Gunnar Waage gerir hérna. Einnig sem að Gunnar Waage gerir að því skóna að ég sé geðveikur og eitthvað þar fram eftir götunum.

Um þetta Wikipedia mál er lítið að segja. Ég koma með nákvæmlega eina athugasemd um þessa grein hans á þeim vef. Þar sem ég mæltist til með því að þessar vefsíðu yrði eytt, þar sem að þetta væri ekkert nema sjálf-auglýsing og sem slík hefði hún ekkert gildi fyrir Wikipedia. Það kom ennfremur síðar uppúr dúknum að umrædd Wikipedia vefsíða hafði verið skrifuð af meirihluta af Gunnar Waage sjálfum, um sjálfan sig og slíkt er eyðingarsök á Wikipedia.

Gunnar Waage áskar mig ennfremur um að hafa komið með fleiri en eina athugasemd við þessa grein hans. Það er rangt, það var annar notandi á Wikipedia sem kom með fleiri athugsemdir um þessa Wiki grein hans og tók undir það sjónarmið sem ég hafði upphaflega lagt upp með, að þetta væri sjálf-auglýsandi grein sem ætti að eyða. Þetta má allt saman lesa um í eyðingarlogganum hérna.

Hvað heimsóknir á bloggið mitt varðar. þá er hægt að skoða þær á þessari mynd hérna fyrir neðan. Þar kemur í ljós að ég er með sæmilega umferð á inná jonfr.com. Þó eru jarðskjálftavefsíðunar mínar mun vinsælli hjá mér heldur en bloggið mitt.

Smellið á myndina til þess að fá betri upplausn.

Þó svo að Gunnar Waage ráðist aftur á mig eftir þessa grein. Þá verður hann bara að eiga það við sjálfan sig. Enda nenni ég ekki að rífast við menn eins og hann sem gera í því að rangtúlka hlutina. Hinsvegar hvet ég fólk til þess að versla ekki við mannin, enda á hann það ekki skilið að mínu mati.