Án lausna

Það liggur alveg fyrir að andstæðingar ESB á Íslandi eru án lausna hvað skal gera varðandi helstu vandamál Íslands um þessar mundir.

Helst ber þar að nefna gjaldmiðilamálin, verðbólguna, verðtrygginguna og vextina. Enda liggur það alveg ljóst fyrir að án ESB aðildar Íslands þá verður erfitt ef ekki ómögurlegt að leysa þessi vandmál á Íslandi.

Evrópusinnar bjóða ekki uppá lausnir við öllum vandamálum Íslands. Hinsvegar hefur það komið fram að ESB aðild Íslands yrði lausn sumum vandamálum Íslands, þó ekki öllum. Enda yrði ábyrgðin alltaf hjá íslendingum, ekki ESB.

Það er ennfremur ljóst að án ESB aðildar Íslands, þá mun lítið breytast á Íslandi og jafnvel fara afturábak í lífsgæðum og samkeppnishæfni Íslands miðað við nágrannaríkin.