Jarðskjálftinn á Nýja-Sjálandi

Jarðskjálftinn sem varð á Nýja-Sjálandi í gær var með stærðina Mw7.0 samkvæmt tölum frá EMSC. Dýpi þessa jarðskjálfta var 10 km einnig samkvæmt EMSC. Hægt er að skoða þessar tölur hérna um jarðskjálftann, einnig sem hægt er að sjá kort af því svæði þar sem jarðskjálftinn varð.

Hérna er síðan bloggfærsla sem útskýrir jarðfræði þessa jarðskjálfta, og afhverju hann varð svona stór á þessum stað. Þessi jarðskjálfti var sniðgengisjarðskjálfti. Svipaður þeim jarðskjálftum sem eiga sér stað á suðurlandinu (SISZ) og fyrir norðan land (TFZ). Stærstu jarðskjálftar á Íslandi geta náð þessari stærð, en þeir gerast hinsvegar mjög sjaldan á Íslandi eftir því sem ég kemst næst.