Gunnar Rögnvaldsson farinn að skrifa á skrímsla og drulluvefinn AMX

Ég tek eftir því að maður að nafni Gunnar Rögnvaldsson er farinn að skrifa á skrímsla og drulluvefinn AMX. Þetta sést best á því að hann notar kolröng gögn máli sínu til stuðnings eins og alltaf þegar hann er að blekkja fólk varðandi ESB umræðuna.

Í þessari fyrstu færslu hans á AMX vefinn þá setur hann fram blekjandi graf um atvinnuleysi í ESB. Fyrir það fyrsta þá nær grafið ekki nógu langt aftur. Enda hefur sameiginlegur atvinnumarkaður innan Evrópu verið til síðan árið 1958 með stofun EEC. Í öðru lagi þá er Evrusvæðið vitlaust tímasett hjá honum á þessu grafi hans. Enda varð evrusvæðið ekki til fyrr en með stofnun evrunar árið 1999 sem bókhaldsmynt (seðlar og mynt kom árið 2002). Þegar það gerðist þá varð evrusvæðið fyrst til ekki fyrr.

Ennfremur þá tóku íslendingar upp sameiginlega löggjöf ESB um frjálst flæði vinnuafls og fólksflutninga árið 1994 með aðild Íslands að EES samningum. Þannig að löggjöf ESB hefur engin áhrif á atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB eða innan EES eins og íslendingar þekkja núna fullvel í dag.

Þarna er Gunnar því ekki að gera neitt annað en að ljúga með tölum (Lying With Statistics) eins og það er kallað á fagmálinu.

Greinin á AMX.

Atvinnuleysi alltaf meira í ESB