Alþingismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson blekkir lesendur í pistli á Pressunni.is

Alþingismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er að blekkja lesendur sýna og lesendur Pressunar.is með fullyrðingum sínum að það muni kosta íslendinga 75 lækna að ganga í ESB. Þetta er ekkert nema kjaftæði í honum og stenst ekki nánari skoðun. Það er ennfremur rangt hjá honum að fjárlög ESB hafi verið aukin. Staðreyndin er nefnilega sú að ráðherrar aðildarríkja ESB hafa ákveðið að skera niður innan ESB um 3.9 milljarða evra, engu að síður vaxa fjárlög ESB um 2,9% miðað við fjárlög ESB árið 2010. Það skal tekið fram að Evrópuþingið er ekki ennþá búið að samþykkja þessi fjárlög ESB og því geta breytingar orðið á þeim áður en þau verða endanlega samþykkt og líklegt er að meira verði skorið niður í fjárlögum ESB fyrir árið 2011 áður en þau verða endanlega samþykkt.

Pressupistill Guðlaugs Þórs.

Losum okkur við 75 lækna eða…?

Frétt BBC News af niðurskurði hjá ESB.

EU budget plans for 2011 cut by ministers

Fjárhagsvefsíða ESB um fjárlög ESB árið 2010 og 2011.

Financial Programming and Budget (Vefsíða ESB)