Sjálfstæðismenn reyna að endurskrifa söguna á skrímslavefnum AMX

Það er augljóst að sjálfstæðismenn eru ennþá illa haldnir „Cult of personality“ (wiki) vandamálum. Sérstaklega í ljósi þess að þeir ganga hart fram í því að verja Davíð Oddsson gegn réttmætri gagnrýni á þær ákvarðanir sem hann hefur tekið undanfarin ár sem Seðlabankastjóri Íslands. Enda er það sannað og skjalfest að þegar Davíð Oddsson var einn af þrem (og sá valdamesti) seðlabankastjórum á Íslandi þá setti hann Seðlabanka Íslands á hausinn og í raun kom öllu hruninu af stað með ákvörðunum sínum þar á undan sem Forsætisráðherra Íslands. Einnig sem að staða hans sem Utanríkisráðherra er einnig líkleg til þess að hafa hjálpað til við að undirbúa jarðveginn fyrir efnahagshrunið á Íslandi.

Í stað þess að takast á við vandamálin. Þá ákveða sjálfstæðismenn að vera meðvirkir og verja glæpamannin Davíð Oddsson með öllum mögulegum ráðum. Helsta vörnin hjá sjálfstæðismönnum er auðvitað að nota nafnleysið sem þeir hata svo til þess að ná sér niður á þeim sem gagnrýna Davíð Oddsson eða sjálfstæðisflokkinn og geðveika og gerræðislega stefnu hans í stjórnmálum á Íslandi.

Það er einnig áhugaverð staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn hallar sér í dag upp við öfgaflokka eins og UKIP í Bretlandi núna í dag og aðra einstaklinga sem eru lengst útá hægri væng stjórnmála í Evrópu og Bandaríkjunum. Fólk sem er oft á tíðum hugmyndafræðilega séð ekkert annað en fasistar af verstu gerð.

Bull greinin AMX á AMX.is

Hver setti Ísland á hausinn? (AMX.is – Varúð!)