Spilling í skjóli einangrunar Íslands

Það eru margir íslendingar sem kenna bæði útrásarvíkingum og stjórnmálamönnum hvernig það er komið fyrir íslendingum núna í dag efnahagslega. Það sem fer þó minna fyrir í umræðunni er sú staðreynd að þetta er sú leið sem íslendingar völdu sér á síðustu árum. Enda hafa íslendingar endurtekið kosið fólk til valda sem hefur haft það eina markmið að einangra Ísland stjórnmálalega, en á þann háttinn getur þetta fólk (Davíð Oddsson, Styrmir og co) viðhaldið þeirri stjórnmálalegu og efnahagslegri spillingu sem ríkir hérna á landi. Það er nefnilega staðreynd að útrásarvíkinganir komust upp með það sem þeir gerðu með aðstoð stjórnmálamanna á Alþingi og með þeirri ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar „góðærið“ ríkti á Íslandi. Gildir þá einu þó svo að umræddir stjórnmálamenn hafi fjarlægst útrásarvíkingana eftir að þessi efnahagsbóla sprakk í andlitið á þeim með látum haustið 2008.

Á Íslandi er það einnig þannig að fyrrverandi stjórnmálamenn, sem eru alla jafna jafn spilltir utan alþingis og þeir voru innan þess komast upp með að vera á spenanum hjá ríkinu lengi. Á Íslandi hefur það jafnvel gerst að fyrrverandi Forsætisráðherra Íslands réði sjálfan sig sem Seðlabankastjóra Íslands og enginn gerði athugasemdir við það. Vandamálið sem ræðir um hérna er sú staðreynd að fjölmiðlum á Íslandi er oft stjórnað af fyrrverandi stjórnmálamönnum á Íslandi. Slíkar aðstæður eru auðvitað gjörsamlega óþolandi fyrir upplýsta umræðu á Íslandi. Enda er það algengt að fyrrverandi stjórnmálamenn þaggi niður í óþægilegri umræðu um sína stjórnmálaflokka. Enda er augljóst að slíkt þjónar hagsmunum þeirra til lengri tíma litið, enda eru kosningar á fjögurra ára fresti á Íslandi.

Á Íslandi er vandamálið einnig spilltir blaðamenn (íslendingar eru líka með svoleiðis). Umræddir blaðamenn hafa það hlutverk að vera sendimenn spilltra stjórnmálamanna á Íslandi, og þeirra helsta hlutverk er að dreifa röngum upplýsingum í umræðuna og stundum lygum um það sem er að gerast í heiminum í kringum Ísland. Það nefnilega þjónar afskaplega hinni spilltu yfirstétt á Íslandi að dreifa svona rangfærslum út í fjölmiðla á Íslandi. Það er nefnilega staðreynd að óttaslegið fólk er hlýðið fólk og því fleiri íslendingar sem óttast útlönd, því einfaldara verður að stjórna þeim. Í þeim tilgangi þjóna útlendingar og þá sérstaklega ESB markmiði afskaplega vel. Enda er einfalt fyrir þetta fólk að spila inná hræðsluna og hina tilbúnu óvissu í kringum hugsanlega ESB aðild Íslands.

Staðreyndin er sú að það er engin óvissa í kringum ESB aðild. Enda hafa fjölmörg ríki orðið aðildar að ESB á síðustu áratugum. Danmörk varð aðili árið 1973, Svíþjóð, Finnland og Austurríki árið 1995. Mestöll austur Evrópa gekk í ESB árið 2004 auk Möltu (400,000 manns) og Kýpur (800,000 manns), og síðan gengu Búlgaría og Rómanía í ESB árið 2007.

Það er ljóst að við aðild Íslands þá yrðu breytingar í kringum fiskveiðar íslendinga og landbúnað íslendinga. Það er hinsvegar staðreynd að breytingar eru sjaldnast til hins verra. Í dag er annar ríkisstjórnarflokkurinn á móti þessu breytingum. Enda virðist stefnan þar vera sú að viðhalda óbreyttu kerfi sem keyrir á spillingu, kunningja og klíkuskap. Kerfi sem hefur eingöngu þann tilgang að okra á neytendum og viðhalda íslenskum bændum og sjómönnum í fátækt. Enda er nokkuð augljóst að ef Bændasamtök Íslands gætu gert upp í öðrum gjaldmiðil en íslensku krónunni. Þá mundu þau gera slíkt. Enda er það engin tilviljun að Landsamband Íslenskra Útvegsmanna skuli gera upp í evru frekar en íslenskri krónu. Þeir vita fullvel að ef þeir gerðu upp í íslenskri krónu þá mundu þeir fara lóðbeint á hausinn við það sama.

Það er þó ekki það sama að þeir vilji að hið sama standi almenningi til boða á Íslandi. Enda er þetta fólk eingöngu að hugsa fyrst og fremst um sína hagsmuni, sinn eigin hagnað. Siðleysið í þessu felst auðvitað í því að þessu fólki stendur á sama um þann kostnað sem almenningur á Íslandi þarf að bera vegna andstöðu þessa fólks gegn aðildar Íslands að ESB, og þeim kostum sem fylgja slíkri aðild fyrir almenning á Íslandi. Þar að auki þá kæmist stöðugleiki í efnahagslífi Íslands, ásamt því að þau vandamál sem fylgja íslensku krónunni mundu hverfa í eytt skipti fyrir öll.

Allar fullyrðingar þess efnis að íslendingar muni eingöngu tapa á ESB aðild eru ekkert nema hleypidómar sem eiga afskaplega lítið skylt við raunveruleikann. Það er alveg ljóst, og hefur alltaf verið augljóst að það munu alltaf einhverjir tapa á ESB aðild Íslands. Aftur á móti þá munu alltaf einhverjir gærða á ESB aðild Íslands. Í þessu tilfelli þá mun almenningur á Íslandi græða við ESB aðild eins og áður segir.

Þessu eru þó spilltir stjórnmálamenn og sérhagsmunaaðildar á móti og vilja koma í veg fyrir að almenningur á Íslandi njóti bestu kjara á hverjum tíma. Enda er það sem skiptir máli. Það er íslensk þjóð sem byggir Ísland, ekki spilltir stjórnmálamenn og fyrrverandi stjórnmálamenn sem hugsa eingöngu um það að maka krókinn á óförum almennings. Íslendingar halda margir að svona gerist bara í Afríku og öðrum spilltum ríkjum heimsins. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta hefur verið að gerast á íslandi síðustu áratugi og það er ekki von á neinni breytingu á meðan spilltir stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og viðskiptamenn standa gegn stærsta hagsmunamáli íslensks almennings á síðustu áratugum.

Þetta hagsmunamál er aðild Íslands að Evrópusambandinu. Íslendingar eiga ennfremur að hætta að hlusta á stjórnmálamenn sem standa gegn þeim hagsmunum almennings sem felast í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég tek það þó fram að aðild Íslands að ESB mun aldrei losa íslendinga undan þeirri ábyrgð að haga sér skynsamlega og í samræmi við góða siði. Það er í raun stór merkilegt að ég skuli þurfa að taka slíkt fram hérna.

Aðrar bloggfærslur um svipað efni.

Í landi hinna klikkuðu karlmanna (Andri Snær Magnason)
Gjörsamlega galin þjóð (Doriegils’s Blog)

One Reply to “Spilling í skjóli einangrunar Íslands”

  1. Sælir,

    Ágæt grein, langar samt að benda þér á að þegar þú skrifar Íslendingar í miðri setningu þá er það ávallt með stórum staf. Ef einhver er íslenskur hins vegar þá er það með litlum staf.

Lokað er fyrir athugasemdir.