Ég er fluttur til Danmerkur

Ég er fluttur til Danmerkur. Enda er ég búinn að gefast upp á vitleysunni á Íslandi. Enda finnst mér oft að íslendingar séu þjóð sem vill ekki bera ábyrgð á neinu. Þetta stoppar hinsvegar ekki þar. Þar sem íslendingar oft á tíðum fara fram úr sjálfum sér í vitleysunni og öfgunum.

Það er nefnilega staðreynd að íslenskt samfélag er einstaklega öfgafullt samfélag. Þar sem helst enginn getur lifað í sátt og samlyndi við nágranna sinn. Hvað þá að íslendingar geti sameinast um mál sem varða þá alla. Ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir íslendingum eru að mínu mati eingöngu sögulegar. Enda er íslenskt samfélag þjóðfélag sem stækkaði úr því að vera 50,000 manns (Skaftáreldar á 18 öldinni) yfir í það að vera þjóðfélag með rúmlega 320,000 manns. Á þessum tveim öldum urðu auðvitað breytingar eins og gengur og gerist. Hinsvegar hefur þjóðfélagið sjálft á Íslandi lítið breyst á þessum tíma djúpt undir niðri. Á þessum tíma hefur þjóðfélagsgerðin sjálf að mestu leiti haldist óbreytt þrátt fyrir allt.

Margt að því fólki sem er við völd á Íslandi í dag, eða er í hærri stöðum er úr ættum sem alltaf hafa haft þessa hærri stöðu í þjóðfélaginu. Það auðvitað segir sig sjálft að slíkt veldur fúa í stoðum samfélagsins og jafnvel veldur hruni þess eins og gerðist árið 2008, en þetta gerðist einnig nokkrum áratugum á undan. Síðasta hrun var í krignum 1980 og þá fylgdi það sama með og gerist núna. Formið í dag er kannski öðrvísi, en afleiðininganar eru mjög líkar.

Ég vil ekki búa í slíku samfélagi. Þar sem mér eru ekki gefin tækifæri vegna þess að ég þekki ekki rétta fólkið, eða er ekki af réttum ættum. Ég vil ekki lifa í slíku samfélagi, sérstaklega þar sem þetta sama samfélag sýnir ekki nein merki þess að það vilji breytast. Þess í stað er öllum breytingum haldið niðri af þeim sem hafa fjármagnið og völdin. Algerlega óháð því hverjir sitja í ríkisstjórn Íslands á hverjum tíma.

Ég kaus því að flytja til Danmerkur og þar ætla ég að una hag mínum vel um ókomna framtíð. Þegar þú lesandi góður klárar að lesa þennan texta verð ég væntanlega yfir Færeyjum í flugvél á leið til Danmerkur. Þar sem ættir skipta ekki máli, og þar sem peningar skipta minna máli en persónan sem er á bak við þá.

Komandi greinar hérna munu fjalla um Ísland frá sjónarhorni íslendings sem er fluttur frá Íslandi. Sérstaklega eftir að allt hið íslenska er runnið af mér eftir nokkra mánuði.

30 Replies to “Ég er fluttur til Danmerkur”

  1. Vonandi gengur þér vel í Danmörku. Ég er nýflutt frá Danmörku til Íslands og finnst þau skipti góð.

    1. Sumum finnst hærra matvælaverð og verð á öllu betra. Einnig sem að sumum finnst spillingin góð.

      Ekki mér hinsvegar.

  2. Good on you:) eins og Ástralir myndu segja. Ég myndi gera það sama ef ég væri …..aðeins yngri:)

    1. Ég þakka fyrir. Aldur skiptir reyndar engu máli í þessu. Það er alveg hægt að flytja þó svo að maður væri orðin 80 ára. Það sem skiptir máli hérna er bara viljin til þess að fara úr vitleysunni.

  3. Æ komón!! Getum við ekki fengið frið fyrir þér??? Farðu út og íslendinginn renna af þér, OG LEYFÐU OKKUR AÐ FÁ FRIÐ FYRIR ÞÉR!!!

  4. Ég flutti til Danmerkur í kreppunni 1990 og hefi aldrei séð eftir því, það er athyglisvert að lesa hvað aðrir blogga í þínu tilfelli skrifa, undirtónnin er nefnilega að þú sért svikari við Ísland en þeir eru tilbúnir til þess að kyssa vöndin hjá Íslenskum bankaníðingum og lögmannaklíkum sem eru búnir að sölsa landinu undir sig fyrir löngu síðan. Það eru nefnilega tvær stéttir í landinu, þeir sem eiga fjarmagnið og svo miðaldra og unga kynslóðinn sem er í fjárhagslegu þrælahaldi þeirra sem eftir er lífsins.
    Vertu velkomin til Danmerkur.

  5. Gott hjá þér Jón. Ég flutti sjálfur erlendis 1990. Hvílík helvítis hundsheppni sem það nú var, kemur betur og betur í ljós með hverju árinu er líður.

  6. Danmörk er ekki auðvelt land að búa í, leigumarkaðurinn er ömurlegur, matvælaverð hátt og svo búa þar danir en þeir eru drepleiðinlegir rasistar.

    1. Siggi, vandamálið er frekar að þú vildir ekki aðlagast dönsku samfélagi þegar þú bjóst þar (ef þú bjóst þar til að byrja með).

      Ég er einnig með fréttir fyrir þig. Íslendingar eru miklir rasistar sjálfir og mjög væntanlega meira hlutfall af íslendingum er rasistar heldur það hlutfall dana sem eru rasistar (þetta er til í öllum þjóðfélögum í dag. Því miður).

  7. Gott hjá þér, eftir mikinn samanburð og heilabrot fer ég til Canada…..lífskjörin einna skást þar, h+er er ekki verandi og ekkert sem bendir til þess að það breytist. Góða ferð….

  8. Danir eru upp til hópa alveg svakalega leiðinlegir! Þetta er eiginlega að fara úr öskunni í eldinn.

      1. Æ fyrirgefðu. Auðvitað heitir þú Jón Frímann 🙂
        En hvað sem því líður vona ég að þú eigir gott líf, hvort sem er í Danmörk á Íslandi eða annarsstaðar.

  9. Svakalega er ég sammála þér….

    En ég ætla vera hér áfram enda mun ég ekki leyfa þessu auðvaldi að ræna mig landinu sem ég elska og dái.

  10. Þegar hæstiréttur mat það svo að kosningin til stjórnlagaþingsins væri ógild, þá fékk ég hugskot og það var að hér væri ekki lengur búandi. Mig langaði að flytja héðan og aldrei koma hingað aftur. Landinu er stjórnað af sjálfstæðisflokknum sem er klíkubandalag manna og kvenna sem skara eld að sinni köku. Mér finnst það undarlegt þetta með hæstarétt að fólk segði hlutina ekki bara eins og þeir eru. Hvergi í hinum vestræna heimi myndi fólk segja að hæstiréttur væri hlutlaus eftir það sem hann gerði. Ástæðan er sú að dómararnir voru allir ráðnir af sjálfstæðisflokknum og málið bullandi pólitískt. Segjum hlutina eins og þeir eru, sjálfstæðisflokkurinn sökkar big time.

  11. Til hamingju: Ég átti heima í 8 ár í DK og sé í dag að það voru besti tímin í lífi mínu, fyrir utan þann tíma er börnin mín fæddust og mikið rosalega sé ég eftir að hafa flutt á klakan aftur, ég hugsa um það á hverju degi hvað ég geri sjálfum mér, en þér að segja kom það ekki til af góðu, ætlaði alltaf aftur en nú eru liðin 15 ár. Jæja ég skal Hundur heita fari ég ekki aftur til lille Danmark.
    DK er örugglega breytt í dag og við því er akkurat ekkert að gera, men den rigtige dansker er vinur, verst er það þó havð við islendingar erum meira hataðir þar nú en var, og kanske ekkert skrýtið.
    Er með eitt ráð til þín; gefðu íslendingun alveg frí bæði samkomum og þorrablótum og þess háttar og veru dani frá fyrsta degi, það gerði ég og það brást ekki, eignaðist óteljandi vini, sem ég á enn í dag. Farvel…………..
    p.s. vertu heldur ekkert að líta á mbl.is ruv.is og allt það…………………….

  12. Valur er með þetta – engir nema þeir sem kosið hafa Íhaldið af innlifun skilja eitthvað i þessum dóm.

    Dómararinr sjálfir voru svo óhæfir því þeirra hagur er að hafa sín réttindi vel varin eins og núverndi stjórnarskrá gerir.

  13. Ég bjó ó Danmörku í 7 ár, og þetta er yndislegt land og afburðagott samfélag og virkilega gott fólk, vinnusamt og vinir vina sinna, mesta heimska sem ég hef gert að koma í þetta ruglaða þjóðrembuland aftur, er á leiðinni til DK aftur. Ráðlegg þér það sama og Kristinn haltu þig fjarri þessum Íslendingafélögum þarna, vertu dani frá fyrsta degi. Þjóðremban og heimskan hér er allt að eyðileggja og sífellt haldið tómri lygi og heimsku að fólki um matvælaverð og skatta í DK, mætti halda að kennsla í hagfræði snúist að mestu um þjóðrembu, mesta heimska allra tíma var að fara undan stjórn dana. vegni þér vel.

  14. Taktu góðu ráði Kristinns og vertu ekki að reyna að flytja Ísland út til Danmerkur og láttu Klakabúanna eiga sig á Danagrundu, þeir emja stanslaust yfir að það sér allt betra á Íslandi og hvergi fáist Grænar Orabaunir neinsstaðar. Hér fylgir svo kviðlingur af vestan um þjóðarníðinganna:

    Fífl og þrjótur, fantur blauður
    fauti, ruddi, þjófur, svín
    lyginn asni, aumur snauður
    sem ekki kann að skammast sín.
    (Stolið og stælt)

  15. Ég er sammála þér Jón Frímann og flutti af sömu ástæðu til Noregs. Það er ekki búandi á Íslandi fyrir sjálfstætt hugsandi manneskjur, sérstaklega þegar maður hefur samanburð af að búa annars staðar.

  16. Ég hef lengi séð eftir því að hafa flutt heim aftur eftir nokkurra ára búsetu erlendis.
    Börnin mín eru farin og ég sakna þess að hafa engin barnabörn á Íslandi lengur. Ég skil vel að ungt fólk vilji búa erlendis þar sem engin eftirvinna er og auðvelt að lifa af dagvinnulaunum. En ég treysti mér ekki til að rífa mig upp og fara. Er með skuldir hér heima sem myndu bitna á ábyrgðarmönnum ef ég hætti að borga.
    Þetta er ömurlegt ástand hér á Íslandi því ekki mun verða gert upp við bankaræningjana og pólitíkusar minna á arabalöndin.

  17. Jæin Frímann er að því að hann segir sjálfur segir að flýja Ísland af því að hér sé svo mikið af vitleysingum og öfgamönnum. Ja það ætti þá samkvæmt honum sjálfum að vera einum vitleysingnum færra, þó svo að ég dæmi ekki um það sjálfur af því að persónulega þekki ég manninn ekki neitt.
    En það sem ég þekki hann er af öfgafullum skrifum hans um takmarkalaust dálæti hans á ESB apparatinu og öllu þeirra regluverki og einnig oft á tíðum hatursfull skrif hans um okkur sem viljum landi okkar og þjóð ekki það helsi að ganga þessu yfirráðabandalagi á hönd. Þannig að alla vegana er hann öfgamaður eins og hann segir þjóð sína sem hann er að flýja vera. Um fyrra atriðið dæmi ég hinns vegar ekki.

    En hvað um það ég óska ESB trúboðanum Jóni Frímanni alls hins besta í Danmörkinni.
    Það er hollt hverjum manni að hleypa heimdraganum, þó ekki þurfi það að verða ævilangt. Því heimskt er heimaalið barn, eins og máltækið segir.

    Jón mun koma heim fyrr en síðar sem víðsýnni, vitrari og umburðarlyndari maður. Þá alveg læknaður af öfgunum og ESB vitleysunni !

    1. Gunnlagur, Þú ert búsettur í ESB landinu Spáni. Þannig að ég tel réttilega að þú sért einfaldlega hræddur við það sem ég mun skrifa um lífið í ESB landinu Danmörku.

      Hvað ESB varðar, þá álít ég það vera grundvöll að friði um allan heim. Verkefni sem verður að breiða út með tíð og tíma til annara þjóða heimsins.

  18. Afhverju í ósköpunum leita íslendingar sona mikið til Danmerkur. Ég botna ekkert í því því við eigum ekkert skylt við dani lengur. Ég er einn af þeim sem hélt að það væri so æðislegt að búa í DK… allir so ligeglad með en øl og smørrebrod og kærlighed og allt það. Það er tómt kjaftæði og eintóm yfirborðsblekking. Danir eru upp til hópa hrokafullir og uppfullir af eintómri steypu og ofan á það alveg grútleiðinlegir. Dönum er alveg skítsama um íslendinga og í DK ertu meiri innflytjandi en pólverji á Íslandi. Búinn að búa hér í DK í tæp 3 ár og fljótlega munt þú komast að því að það er ekkert hér annað en flatlendi og hlandfýla. Get alveg sagt það að Danmörk er skítapleis í samanburði við Ísland. Þú ert allavegana ekki á leið í land án vandamála. Það er nú bara þannig að grasið er yfirleitt ekkert grænna hinum meginn, allavegana ekki í Danmörku. En gangi þér vel með þetta en ég er nokkuð viss um að eftir c.a. 2 ár þá snýrðu aftur til Íslands……

  19. Gangi þér vel í Danaríki Jón Frímann. Ég bjó þar í 12 ár og leið oftast ágætlega þar, ég veit allavega að þar er mun betur búið að barnafjölskyldum. Það eru plúsar og mínusar allstaðar, þann skilning öðlast maður við að búa langtímum saman erlendis. Ég á sterk tengsl til Danaveldis og hitti fólkið mitt þar reglulega en er komin ofan á að maður á heima þar sem manni líður vel og það getur verið hvar sem er. Ég er í vinnu hér og þess vegna er ég hér en hef aldrei sagt eða ákvarðað í huganum að ég verði hér til langframa en nú er ég hér og þá er mikilvægt að finna sig í því.

  20. Eingöngu þeir sem tengjast forréttindastéttinni eiga séns á mafíuskerinu.
    Reyndar held ég að þú hafi tekið þessa annars skynsamlegu ákvörðun aðeins of snemma. Því í þessum rituðu orðum er Valhallar-mafían að klofna að rótum. Tvær meginfylkingar takast á og einverjar smærri hafa klofnað frá. Ég held að hrun valdamafíunnar sé hafið – innanfrá.

Lokað er fyrir athugasemdir.