Búsetan á Íslandi

Það styttist í það að ég flytji aftur til Íslands. Þar sem það gekk ekki hjá mér að flytja til Danmerkur. Þá aðalega vegna þess að kjör öryrkja á Íslandi eru mjög léleg og í raun binda þá við búsetu á Íslandi. Þannig hefur þetta alltaf verið á Íslandi og mun seint breytast.

Búseta mín á Íslandi verður þó stutt í þetta skiptið, ekki nema að hámarki tíu ár og í stysta lagi ekki nema fimm ár. Þegar þessi ár eru liðin þá ætla ég mér að flytja aftur erlendis. Í það skiptir verður það varanlegt og með nægjanlegum tekjum til þess að búa erlendis. Enda ætla ég að nota þessi ár vel á Íslandi og tryggja tekjur mínar til lengri tíma. Enda hef ég ákveðið það að verða rithöfundur að atvinnu. Það er þó alveg ljóst að ferill minn sem rithöfundur verður ekki byggður á einni nóttu. Þannig að tíma mínum á Íslandi verður varið í að skrifa bækur og vera í skóla. Ég ætla mér ekki að gefa út á Íslandi sérstaklega. Heldur ætla ég mér að gefa út e-bækur og gefa þær sjálfur út í gegnum Amazon Kindle og Smashwords.

Ástæða þess að ég kýs að búa erlendis er mjög einföld. Samfélagið á Íslandi er eitt það óheilbrigðasta sem ég veit um á plánetunni Jörð. Spilling, klíkur og ættartengsl sem ráða því hverjir fá hvað og hvenær er eitthvað sem ég vil og hef ekki áhuga á að taka þátt í. Þó fara verst þeir einstaklingar úr hinu íslenska samfélagi sem þora að gagnrýna það. Hótanir um starfsmissi og annað slíkt eru ennþá í gangi ef fólk vogar sér að koma með óþægilega gagnrýni á störf stjórnmálaflokka (óháð stjórnmálaflokkum) eða einstaklinga sem eru mikilvægir hinum íslensku stjórnmálaflokkunum. Efnahagshrunið á Íslandi hefur ekki breytt neinu þar um, enda hafa íslendingar almennt ekki lært neitt af því.

Síðan er það óhjákvæmileg staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn munu komast aftur til valda á Íslandi. Ég er eiginlega alveg viss um það muni gerast strax í næstu kosningum á Íslandi sem verða eftir rúmlega 2 tvö ár. Breytir þó engu að þessir tveir stjórnmálaflokkar séu ábyrgðarmenn að efnahagshruninu á Íslandi og allri þeirri spillingu og svindli sem þá var stundað með þeirra samþykki og vilja.

Þegar þessir tveir stjórnmálaflokkar komast til valda á Íslandi. Þá verður aðildarumsókn Íslands að ESB stöðvuð (fryst, en ekki afturkölluð) um leið og þeir taka við völdum. Enda hugsa þessir stjórnmálaflokkar eingöngu um sérhagsmuni, en ekki hagsmuni almennings á Íslandi. Ég persónulega nenni ekki að búa í landi þar sem svoleiðis hugsunarháttur er álitin eðlilegur og nánast náttúrulögmál sem ekki er hægt að breyta.

Síðast en ekki síst. Þá nenni ég ekki að búa á Íslandi þegar allt hrinur aftur eftir óstjórn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Vegna þess að þetta er það sem mun gerast á Íslandi. Enda hefur sagan endurtekið sig á Íslandi talsvert oft undanförnum áratugum. Sagan mun endurtaka sig eins oft og þarf á Íslandi á meðan íslendingar læra ekki neitt af því sem gerst hefur. Ég er ekkert voðalega bjartsýnn á því að það muni gerast á næstu áratugum. Vegna þess að margir íslendingar telja það vera góðan mannkost að vera eins þrjóskur og hægt er, og síðan að vera eins þvert og mögulega hægt er. Einnig sem það er talið til mikilla mannkosta á Íslandi að skipta helst aldrei um skoðun. Jafnvel þó svo að skoðun viðkomandi sé jafnvel kolröng og byggi ekki á neinu nema lygaþvaðri sérhagsmunahópa og spilltra einstaklinga.

Ég er búinn að ákveða það að ég vil ekki búa í þannig samfélagi. Enda sé ég fram á það að íslenskt samfélag mun ekki breytast í samfélag sem ég get búið í á næstu 30 til 50 árum. Enda hafa íslendingar haft næg tækifæri undanfarna áratugi til þess að breyta samfélaginu til hins betra og gera það manneskjulegra. Þess í stað ákváðu íslendingar sem samfélag að fara stíg öfgamannana til hægri og breyta íslensku samfélagi þar sem að hörð stéttarskipting ræður för, ofan í þetta hefur síðan verið bætt almennu hatri á allt það sem útlenskt er (gildir þá einu að íslendingar séu algerlega háðir aðföngum erlendis frá. Þessi málflutningur þjónar sérhagsmunaöflunum alveg ágætlega og hefur alltaf gert það).

Nei, frekar vil ég búa erlendis og hafa alvöru tekjur í alvöru gjaldmiðlum. Þessir gjaldmiðlar verandi Bandaríkjadollar (Amazon, Smashwords), Pundum (Amazon UK) og síðan Evru (Amazon, Google). Ég mun auðvitað hafa tekjur í öðrum alvöru gjaldmiðlum þegar fram líða stundir. Það sem verður þó mest um vert að ég verða ekki með tekjur í íslenskum krónum þegar ég er búinn að tryggja það að ég hafi nægar tekjur til þess að hafa í mig og á.

Þetta þýðir auðvitað að ég mun hætta á örorkubótum þegar fram líða stundir. Hinsvegar er ég bara fyllilega sáttur við þá niðurstöðu. Þangað til verður þetta hinsvegar bölvuð kvöl og leiðindi eins og þetta hefur verið hjá mér undanfarin ár á örorkubótum. Það sem skiptir þó máli er sú staðreynd að ég hef ákveðið að breyta þessu og það mun enginn taka það frá mér. Sérstaklega ekki íslenskt samfélag sem heldur öryrkjum niðri í þjóðfélaginu með fátækt og fyrirlitningu.

Ég hef fengið nóg og hef ákveðið að standa fyrir sjálfum mér. Alveg óháð því hvert álit fólks er á mér og minni fötlun (Aspergers heilkenni). Öðruvísi mun ég ekki komast áfram og losna úr þessari fátæktargildru sem ég hef setið fastur í undanfarin ár.

Það eru örugglega margir sem velta því fyrir sér hvert ég ætla að flytja erlendis þegar þeir enda við að lesa þessa blogg-færslu. Þar sem að Danmörk gekk ekki upp hjá mér (og ég var ekkert að finna mig hérna í Danmörku). Ég er að spá í að flytja til Spánar næst. Hvort að það verður endanleg niðurstaða hjá mér á eftir að koma í ljós. Mér þykir þó líklegt að það muni takast. Ég ætla þó að búa fjarri íslendingabyggðum á Spáni flytji ég þangað.

2 Replies to “Búsetan á Íslandi”

  1. Þú ert nú bara með Íslendingafordóma af svæsnustu sort. Setur alla undir sama hatt nema þig sjálfan. Er eitthvað að því að búa nálægt örfáum hræðum frá Íslandi á Spáni?

  2. Hvernig eru þetta íslendingafordómar hjá mér.

    Það er ennfremur augljóst að þú hefur ekki lesið þessa hérna grein á Rúv. Þetta er pistill eftir Sigrúnu Davíðsdóttur.

    „Um miðjan tíunda áratuginn heimsótti ég Íslendingabyggð sem þá hafði myndast í Hanstholm á Norður-Sjálandi. Þar bjuggu þá um 400 Íslendingar. Í Íslendingabyggðinni hafði orðið rígur milli tveggja einstaklinga, nokkurs konar leiðtoga hópsins, sem lauk með því að annar flutti í burtu. Þegar ég lét í ljós undrun á flokkadráttunum var mér bent á að svona væri þetta í litlum byggðarlögum á Íslandi, einhver sterkur einstaklingur sem öllu réði. Þetta er athyglisvert því þetta er í eðli sínu einkenni goðaveldsins.

    Þeirri kenningu hefur einmitt áður verið fleygt í Speglinum að íslenska goðaveldið hafi í raun aldrei liðið undir lok. Að í fyrirtækjum og reyndar víðar í þjóðfélaginu byggist valdakerfið á sterkum einstaklingum sem hafa í kringum sig jámenn sem efast ekki um gjörðir þeirra. Íslendingar vilji gjarnan líta á sig sem þjóð sjálfstæðs fólks en hegðun þeirra einkennist oft þvert á móti af fylgispekt við leiðtoga sem eru ekki dregnir í efa. Gagnrýni er drepin niður með því að vera talin merki um annarleg sjónarmið.“

    Þú getur lesið pistilinn í heild sinni hérna, http://www.ruv.is/pistlar/sigrun-davidsdottir/oupplystar-klikur

Lokað er fyrir athugasemdir.