Handónýtt adsl, dettur reglulega út og viðgerð gengur hægt hjá Símanum (Mílu)

Adsl tengingin hjá mér er biluð, ég veit það vegna þess að routerinn sem ég er að nota núna dettur út reglulega. Annaðhvort þá með því að tapa sync eða þá bara tapar sambandinu algerlega og þarf að enduræsa sig til þess að ná sambandi aftur við línuna. Svona lítur loggin út frá routernum.

Info 00:00:39 (since last boot) GRP Default destination is routed via gateway (ip talan mín)

Warning 00:00:39 (since last boot) PPP link up (Internet) [ip talan mín.]

Info 00:00:39 (since last boot) PPP PAP Authenticate Ack received

Info 00:00:39 (since last boot) PPP PAP Authenticate Request sent

Info 00:00:20 (since last boot) xDSL linestate up (downstream: 0 kbit/s, upstream: 768 kbit/s)

Info 00:00:08 (since last boot) FIREWALL level changed to Standard.

Error 00:00:06 (since last boot) FIREWALL exact tcp state check (1 of 1): Protocol: TCP Src ip: 192.168.1.7 Src port: 19000 Dst ip: (einhver ip tala á internetinu) Dst port: 50353

Info 00:00:06 (since last boot) FIREWALL event (1 of 1): enabled rules

Info 00:00:03 (since last boot) WIRELESS interface turned on.

Info 00:00:03 (since last boot) WIRELESS automatic channel selection done (channel = 1)

Warning 00:00:00 (since last boot) KERNEL Warm restart

En eins og þarna má sjá þá hef ég tapað sambandinu við adsl algerlega og routerinn endurræst sig í látunum. Þetta sést einnig á upptímanum á routernum.

Uptime: 0 days, 0:15:16

En síðast í dag gerðist þetta klukkan 15:00 eða þar um bil. Þar á undan gerðist þetta rúmlega sjö tímum áður. Þannig að adsl-ið er stöðugt að detta út hjá mér. Og hvað segir Síminn þegar ég hringi og kvarta yfir þessu, þeir ætla að senda þetta yfir í aðra deild og ýtreka þetta þannig að þurfi vonandi ekki að býða í tvær vikur eftir því að þetta verði lagað, en þjónustustigið útá landi er orðið þannig í dag að núna þarf maður að bíða í allt að tvær vikur eftir því að athugað er með línuna hjá manni eða að maður fái nýjan router frá símanum. En routerinn sem ég var með frá símanum var bilaður, enda virkaði sjónvarp yfir adsl ekki með þeim router, en gerir það með vara-routernum mínum sem ég er að nota núna. En það afsakar ekki ástandið á adsl-inu hjá mér og þá staðreynd að það er stöðugt að detta út.

Það að adsl-ið er alltaf að detta út er einstaklega sæmt fyrir mig, enda tapa ég þá sambandinu við tvær jarðskjálftastöðvar sem ég er með tengdar yfir internetið. Enda er plottið frá þeim stöðvum fullt af grænum línum, sem tákna þegar ég missti samband við stöðina og fékk ekki nein gögn send í jarðskjálftamæla tölvuna mína.

Gæði fyrirtækis má mæla, en mín mælieining í fjarskiptafyrirtækjum er sú hversu snögg þau eru að gera við bilanir og að þjónusta viðskiptavinin. Sem stendur þá er Síminn á botninum með allt að tvær vikur þangað til að maður er þjónustaður, slíkt er að mínu mati óþolandi, enda var þjónustan mun betri þegar Síminn var í eigu ríkisins, þá þurfti maður aðeins að bíða í þrjá daga, hámark viku eftir að bilun hjá manni var tekin fyrir og löguð.

Ég er grautfúll yfir þessu, enda er ekkert gaman að tapa sambandinu við internetið margoft á sólarhring. Einnig sem að internetið er hægt hjá mér og það gengur mjög illa að ná í vefsíður, svo illa að ég setti upp proxy þjón á staðarnetinu til þess að bjarga því litla sem hægt er að bjarga.

Ég er fúll og reiður viðskiptavinur Símans. Ég er einnig óánægður með þá þjónustu sem ég fæ þessa dagana og eftir að Síminn var einkavæddur.