Kominn með nýjan router

Starfsmaður Mílu kom fyrr í dag og lét mig fá nýjan router fyrir adsl-ið. Internet sambandið er strax farið að virka betur en það gerði áður. En stóra spurningin er reyndar sú hvort að adsl tengin hjá mér hættir að detta út eða heldur því áfram. Það er nefnilega erfitt að segja til um það hvort eitthvað sé að adsl sambandinu eða hvort að þetta var bara routerinn sem ég var að nota (sem vara router og ekki nýjasta gerð).

Hitt er svo annað mál að Síminn skuli ekki vera með neina þjónustu hérna í nágrenninu, en Míla er verktaki fyrir Símann í dag. Og þetta er ekki beint í þeirra verkahring að standa í að skipta út routernum.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að símaþjónusta á Íslandi snýst núna um peninga, ekki viðskiptavinin. En þetta breyttist hérna á landi þegar Síminn var einkavæddur og gróðasjónarmiðin tóku gildi.

Ég þakkaði starfsmanni Mílu kærlega fyrir nýjan router, enda ekki hægt annað.