Öflugur jarðskjálfti undir Windward eyju

Klukkan 19:00 GMT í dag (29 Nóvember, 2007) varð jarðskjálfti uppá Mw7.4 (á ricther) að stræð undir Windward eyju í karíbahafinu. Dýpi jarðskjálftans var 141 km og olli hann því ekki flóðbylgju eins og hættan hefði verið á hefði þessi jarðskjálfti orðið á minna dýpi. Samkvæmt óstaðfestum fréttum þá hafa tvö hús hrunið, en ekki hafa neinar fréttir borist af slösuðu fólki eða mannfalli í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Einn eftirskjálfti hefur nú þegar komið fram og var stærð hans mb5.3 (á ricther) og dýpið 144 km.

Hægt er að sjá útslagið frá jarðskjálftanum á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna (Borgarnes klukkan 19:09), hérna og hérna.

Hérna eru erlendar fréttir af jarðskjálftanum.
Strong earthquake hits Martinique

Tengist frétt: Öflugur jarðskjálfti í Karíbahafi