Heimskir andstæðingar Evrópusambandsins

Það verður að segjast eins og er að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslands eru ekki snjallasta fólkið á Íslandi. Enda virðist andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi, og erlendis vera fólk sem virðist vera einstaklega trúgjarnt og vitlaust. Þetta sást mjög vel í dag þar sem ein sú allra vitlausta frétt (í boði DV) um Evrópusambandið leit dagsins ljós á Íslandi. Þar sem því var haldið fram sem sannleika og staðreynd að Evrópusambandið væri að banna börnum að blása í blöðrur og leika sér með leikföng. Önnur eins vitleysa verður seint vandfundin, ég er þó hinsvegar ekki í neinum vafa um að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi mun takast að toppa þessa heimsku með einhverju öðru fljótlega.

Enda er þetta fólk afskaplega trúgjarnt á heimskulega hluti eins og augljóst má vera. Einnig sem að andstæðingar Evrópusambandsins virðast lifa í heimi samsæriskenninga og annara heimskulegra hluta. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi taka mark á götublöðum eins og Daily Mail, Daily Express, The Telegraph og fleiri breskum blöðum sem eru ekki þekkt fyrir það að segja sannleikan um Evrópusambandið.

Það er hinsvegar staðreynd að ekki er nein bönn að finna sem banna leikföng barna eins og andstæðingar Evrópusambandsins halda fram í bloggfærslum fullum fetum. Þetta gera andstæðingar Evrópusambandsins án þess að svo sem mikið að kanna sannleiksgildi viðkomandi frétta.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvað Reglugerð Evrópusambandsins um leikfangaöryggi hefur að segja geta gert það hérna fyrir neðan.

Toy Safety Directives – EU
The General Product Safety Directive (GPSD) – EU