Veðmálið gegn íslensku þjóðinni

Í dag er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þeir sem hafa tekið þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni eru í samtökum sem kallast Heimssýn, samtök sem hafa það að markmiði að viðhalda kjaraskerðinu íslendinga í gegnum íslensku krónuna, verðbólgu og háa vexti. Allt þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni er til þess að þjóna hagsmunum fárra. Íslendingar ættu að þekkja þetta fólk. Þetta er fólkið sem fór í gegnum efnahagshrunið og það sér ekki einu sinni á því. Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins sem er á móti Evrópusambandsaðild Íslands á 600 milljónir inn á bankabók í hreinan hagnað. Hann hefur tekið veðmál gegn íslensku þjóðinni. Bjarni Ben, núverandi formaður sjálfstæðisflokksins tapaði milljörðum en er ekki gjaldþrota og á milljarða inn á bankabók. Hann er líka á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Steingrímur J, er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu vegna þess að hann dreymir gamla tíma einangrunar og skömmtunar. Þar sem ráðherrar á Íslandi höfðu svo gott sem alræðisvald yfir almenningi á Íslandi, og spilling fékk að þrífast óáreitt á Íslandi. Þetta eru þeir tímar sem Steingrím J, og fleiri dreymir um að komi aftur til baka á Íslandi.

LÍÚ er nú þegar komið í Evrópusambandið, enda á LÍÚ margar af stærstu útgerðum innan Evrópusambandsins. Allt frá Spáni til Finnlands. Þeir nota evru til þess að gera upp bókhaldið hjá sér og borga reikninga. Þeir eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bændasamtök Íslands eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrífast í spillingu og eftirlitsleysi. Vilja flytja út meira lambakjöt til Evrópusambandsríkja en á sama tíma vilja þau takmarka innflutning á landbúnaðarvörum til Íslands. Svo að íslenskir sláturleyfishafar geti nú örugglega haldið verði háu úti búð en lágu til íslenskra bænda á sama tíma. Þarna er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þessir menn njóta síðan stuðnings Jóns Bjarnarsonar Land og Sjávarútvegsráðherra. Manni sem hefur fyrir löngu síðan staðið á sama um hagsmuni almennings og ver þess í staðinn hagsmuni fyrirtækja og samtaka sem hafa það eitt markmiði að arðræna íslenskan almenning með beinum og óbeinum hætti.

Þetta styðja síðan samtökin Heimssýn og vefsíðan Evrópuvaktin. Þetta endar þó ekki þar. Þar sem það er meira í þessu en bara óheiðarleg samtök og fyrirtæki sem hafa tekið stöðuna gegn almenningi á Íslandi.

Eitt af því sem markar málflutning þeirra sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu er sú staðreynd að þetta fólk vill halda í ónýtt efnahagskrefi sem hefur ekki virkað í rúmlega 93 ár, og mun ekkert virka upp úr þessu. Það er talað um að gengisfall krónunar hafi bjargað almenningi. Á meðan staðreyndin er sú að almenningi á Íslandi blæðir út vegna íslensku krónunar. Háir stýrivextir og neikvæðir raunvextir eru bein merki þess. Á meðan hafa þeir ríku, og síðan fyrirtækin og stjórnmálamenninir tengdir þeim örugglega aðgang að gjaldeyri til þess að tryggja hagsmuni sína. Almenningur á Íslandi fær síðan að svelt og sagt að svona sé þetta bara.

Þetta er það kerfi sem Heimssýn og Evrópuvaktin vilja standa vörð um. Kerfi sem refsar og jafnvel níðist á almenningi á Íslandi. Fyrir þessu er almenningur svo gott sem ráðalaus og hefur hingað til verið það. Það urðu lagaumbætur með aðild Íslands að EFTA, og síðar með aðild Íslands að EES samningum. Þar sem dregið var úr valdi ráðherra í bæði skiptin með alþjóðlegum samningum íslendinga við Evrópusambandið, og þar á undan með aðild Íslands að EFTA.

Það er algjörlega nauðsynlegt að minnast á þá staðreynd að þeir sem eru (tóku þátt í umræðunni á sínum tíma) á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu í dag. Voru á sínum tíma á móti aðild Íslands að EFTA og síðar EES samningum. Sumt af þessu fólki vill að Ísland fari úr bæði EFTA og EES og nefnir þar ýmsar vafasamar ástæður fyrir því. Ástæður sem eru ekki neitt nema uppspuni þessa fólks og tilheyrir bara hugarheimi þess og engu öðru.

Allt þetta fólk sem stendur að baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu á það sameiginlegt að standa gegn hagsmunum almennings á Íslandi. Enda er það almenningur á Íslandi sem borgar fyrir þá óráðsíu að vera með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Borgar fyrir óhagstæðara vöruverð, vexti, verðbólgu og allt annað sem er óhagstætt að vera með minniháttar gjaldmiðil sem er bæði dýr og óhagstæður í rekstri. Þetta er það sem þessi 93 ár með íslensku krónuna sem gjaldmiðil ættu að hafa kennt íslendingum nú þegar. Hinsvegar blekkir lygaáróður andstæðinga Evrópusambandsins mjög mikið, og þar liggur veðmálið gegn íslensku þjóðinni.

Það er veðjað á það að íslenskur almenningur samþykki niðurstöðu sem er verri fyrir þá sjálfa, en góð fyrir fólkið sem stendur á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þessi niðurstaða sem er góð fyrir ríka fólkið, og fyrirtækin og samtök sem eru tengd þeim er að íslendingar hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Upp á það er veðjað og ekkert annað. Niðurstaðan sem er vond fyrir ríkja fólkið, og fyrirtækin og samtökin sem eru tengd þeim er að íslendingar samþykki aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það er því augljóst að íslendingar eiga að samþykkja aðildarsamning Íslands og Evrópusambandsins þegar hann liggur fyrir. Annars verður bara haldið áfram að níðast á almenningi á Íslandi, og ríka fólkið verður bara ríkara í kjölfarið á kostnað almennings. Þetta er nú þegar að gerast. Lesið bara fréttinar.