Framleiðsla í einokun

Ég sé í fréttum að mjólkurbændur á Vestfjörðum eru að hafa áhyggjur af því að Mjólkursamsalan muni gjörsamlega valta yfir þá og flytja alla framleiðslu suður. Staðreyndin er sú að þetta mun væntanlega gerast. Enda hefur Mjólkursamsalan verið að færa alla vinnslu á mjólk frá landsbyggðinni suður til Reykjavíkur í nafni hagræðingar. Eftir stendur ónýtt húsnæði og meira atvinnuleysi í þessum byggðarlögum þar sem mjólkurvinnslan er lögð niður.

Það sem er þó verst í þessu öllu saman er sú staðreynd að íslenskir mjólkurframleiðendur eru fastir með Mjólkursamsöluna. Þeir geta ekki farið eitthvað annað. Enda er ríkir einokun samkvæmt lögum á mjólkurmarkaðinum á Íslandi og hefur gert það síðan árið 1934 þegar Mjólkursamsalan var handvalin til þess að vera eini framleiðandi mjólkurvara á Íslandi. Samkvæmt eldri samkeppnislögum var Mjólkursamsalan undanþegin samkeppnislögum, ég veit hinsvegar ekki hvort að það er raunin núna í dag samkvæmt nýjum samkeppnislögum frá árinu 2005. Þar sem þau samkeppnislög eru byggð á EES/EFTA samningum. Það er hinsvegar staðreynd að landbúnaður eru undanþegin EES samningum og væntanlega einnig EFTA samningum, og þar að leiðandi er það nú bara þannig að Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum eins og kemur fram í þessari hérna frétt (Vísir.is) frá árinu 2006. Þetta kemur einnig fram í ársskýrslu Mjólkursamsölunar frá árinu 2006.

Ég veit ekki hvernig eða hvar þessi undanþága frá samkeppnislögum er sett í lögum. Þetta er engu að síður staðreynd sem mjólkurbændur verða að lifa með og geta lítið gert í stöðu mála núna í dag varðandi þetta atriði.

Að þessu leiðir að íslenskir bændur þurfa að sætta sig við það sem Mjólkursamsalan gerir. Enda geta þeir ekki snúið sér með framleiðslu sína til samkeppnisaðila Mjólkursamsölunar. Vegna þess að það eru ekki neinir slíkir til staðar á Íslandi, og hafa ekki verið það síðan árið 1934. Mjólkurbændur skulu því búast við því að Mjólkursamsalan gjörsamlega hunsi kröfur þeirra þegar fram líða stundir, og að öll mjólkurvinnsla verði færður suður eins og hefur verið raunin undanfarin ár.

Frétt Morgunblaðsins af þessu einokunardæmi.

Bændur gagnrýna Mjólkursamsöluna