Vafasamur fréttaflutningur Morgunblaðsins af deilum Vantrúar og HÍ

Það er afskaplega óvandaður „fréttaflutningur“ sem blasti við lesendum Morgunblaðsins (ef einhverjir eru eftir) á Sunnudaginn (í gær) um félagið Vantrú. Umrædd umfjöllun Morgunblaðsins er mjög einhliða (sbr titil umræddrar fréttar), og ég er ekki frá því að þetta sé skipulögð árás á félagið Vantrú að hálfu kristinna einstaklinga í íslensku ríkiskirkjunni (þessari sem fær 5 milljarða á ári hverju frá íslenskum skattborgurum), ásamt kristnum einstaklingum í Háskóla Íslands sem hafa harma að hefna útaf þessu máli. Þar sem kennari við Háskóla Íslands gerðist sekur um að ljúga um félagið Vantrú og félagsmenn þess. Slíkt er ekkert nýtt, og hefur Biskup Íslands meðal annars ásakað trúleysingja um að vera andlegar eyðimerkur, og jafnvel frosna andlega. Einnig sem að Biskup Íslands hefur sakað trúleysingja um að vera siðleysingja og fleira í þeim dúr.

Í umfjöllun Morgunblaðsins er ekki minnst einu orði á þá staðreynd að Vantrú fjallaði rækilega um það var að gerast í Háskóla Íslands, og afhverju þetta mál komið. Það er dregin upp sú mynd í Morgunblaðinu að þetta hafi verið tilhæfulaus árás að hálfu Vantrúar á kennara í Háskóla Íslands. Sú mynd sem er dregin upp í Morgunblaðinu er því einfaldlega röng og ekki sannleikanum samkvæm. Umfjöllun Vantrúar um það sem gekk á í Háskóla Íslands má finna hérna í heild sinni.

Í mjög stuttu máli. Þá er fréttflutningur Morgunblaðsins af þessu máli í heild sinni rangur og byggður á blekkingum að hálfu blaðamanns Morgunblaðsins. Enda er umfjöllunun ekki í samræmi við þær staðreyndir sem umrætt mál byggir á, og þessar staðreyndir er hægt að skoða á vef Vantrúar. Enda er hérna að mínu mati ekkert annað en tilraun til þess að fella félagið Vantrú opinberlega. Enda kemur það lítið á óvart að þessi frétt nýtur mikillar hylli hjá hinum öfgafulla kristna lesendahóps Morgunblaðsins. Helst ber að nefna að Jón Valur, Kaþólskur öfgatrúmaður fagnar þessum skrifum ógurlega og telur augljóslega að sigur sé unnin á félaginu Vantrú. Þar hefur hann þó rangt fyrir sér eins og venjulega.

Umrædd „frétt“ í Morgunblaðinu er ennfremur tilraun til þess að þagga niður í Vantrú með mjög svo ógeðfelldum hætti. Þetta jaðrar við ritskoðun, en er að sumu leiti verra en það. Þar sem hérna er í raun verið að gera tilraun til þess að búa til hneyklismál, og gera það úr þannig að Vantrú taki sök sem það ber ekki. Enda er sökin hérna eingöngu hjá Bjarna, sem hagaði sér eins ófaglega og hægt var sem starfsmaður Háskóla Íslands. Síðan hjá sjálfum Háskóla Íslands, sem þegar á reyndi var algerlega ófær um að taka á málinu eins og vera ber samkvæmt þeim reglum sem gilda um svona mál hjá Háskóla Íslands.


Kristnir öfgamenn fagna rangri frétt Morgunblaðsins. Tekið af vef Morgunblaðsins mbl.is þann 5 Desember, 2011 klukkan 11:17 UTC.

Til að toppa þessa vitleysu. Þá hefur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson hoppað á vagn Morgunblaðsins í baráttu þeirra gegn Vantrú. Í grein sem hann birtir í dag (5. Desember, 2011) í Fréttablaðinu og á Vísir.is. Þá er tekið undir grein Morgunblaðsins gagnrýnislaust og Guðmundur gerir greinilega ekki neina tilraun til þess að rannsaka málið sjálfur að nokkru leiti. Ef að Guðmundur hefði rannsakað málið sjálfur. Þá hefði hann hugsanlega sjálfur komist að annari niðurstöðu en þeirri sem hann komast að í þessari grein sinni, niðurstaða Guðmundar var í raun alveg sú sama og í Morgunblaðinu.

Niðurstaða Morgunblaðins var sú að trúleysi sé vont, og því verði að berjast gegn. Þetta er auðvitað gert með fullum stuðningi íslensku kirkjunnar (þessar sem er ríkisstyrkt um 5 milljarða á ári af íslenskum skattgreiðendum) undir borðið. Það má ennfremur ekki gleyma því að Morgunblaðið er í eigu eins íhaldssamasta og kristnasta hóps Íslendinga. Sá hópur gengur almennt undir nafninu Sjálfstæðisflokkurinn. Sá hópur er mjög kristinn og er mjög í nöp við félagið Vantrú, og hefur alltaf verið það frá stofnun þess.

Ég tek það fram að ég er ekki í félaginu, og þeir sem véla mig um slík tengsl eru að ljúga upp á mig. Það er mín skoðun að sætta mig aldrei við yfirgang kristinna öfgamanna. Hvort sem það er í íslensku samfélagi eða annarstaðar í heiminum. Kristnir öfgamenn, sem og aðrir öfgamenn munu alltaf fá það óþvegið hjá mér ef þess þarf. Sem er samkvæmt minni reynslu alltaf raunin.