Siðlausir lygarar í Icesave dómsmálinu

Það er ekki að spurja að því. Þeir sem börðust sem harðast gegn Icesave samningum reyna núna að grafa undan þeirri stöðu sem þeir komu íslendingum í. Þetta á sérstaklega við hópana eins og InDefence og Advice sem fullyrtu að dómsmál mundi ekki verða höfðað ef að íslendingar felldu Icesave samningin, og ef að dómsmál mundi verða höfðað. Þá mundu íslendingar bara vinna það eins og ekkert væri. Annað er núna að koma á daginn. Enda er það sem ég hef alltaf vitað. InDefence og Advice eru ekkert nema hópar sem kerfisbundið hafa logið að íslensku þjóðinni varðandi Icesave málið og komið í veg fyrir hagsælda og farsæla lausn á Icesave málinu.

Hérna eru fullyrðingar Advice hópsins fyrir kosninganar 9. Apríl 2011.

[…]

Dómstólaleiðin er betri kostur
Það er siðaðra þjóða háttur að leysa úr ágreiningsmálum fyrir dómsstólum. Við eigum ekki að óttast niðurstöðu dómstóla. Góð rök hafa verið færð fyrir því að yfirgnæfandi líkur séu á því að Íslendingar myndu vinna dómsmál um Icesave yrði slíkt mál höfðað. Jafnframt hefur verið á það bent að fyrirliggjandi samningur sé engu betri en tapað dómsmál.

Dómstólaleiðin útilokar greiðslufall vegna Icesave samnings
Jafnvel þótt íslenskir dómstólar myndu dæma ríkið til að greiða eitthvað, þá yrðu þær kröfur ávallt í íslenskum krónum. Þar með er greiðslufall ríkisins vegna Icesave útilokað, ólíkt því sem væri ef krafan er í erlendri mynt eins og raunin er í fyrliggjandi samningi.

[…]

Tekið af heimasíðu Advice hópsins þann 22. Desember 2011.

[…]

2. „Dómstólaleiðin”: Ólíklegt er að B&H vilji fara í mál vegna þess að það hentar þeim hvorki að vinna né tapa. Það væri afleitt fyrir Evrópulönd sem þegar eru í ríkisskuldakreppu að fá dæmda á sig ábyrgð á allt of stórum og löskuðum bankakerfum sínum. Ef farið yrði í mál getur aðeins íslenskur dómstóll dæmt íslenska ríkið til greiðslu skaðabóta. Það hefur EFTA-dómstóllinn staðfest. Hvergi er að finna ríkisábyrgð á innistæðutryggingum en jafnvel þótt hinn íslenski dómstóll liti framhjá því er óhugsandi að B&H yrði dæmt meira en algjört skaðleysi í málinu (þ.e. sama og núverandi drög gera ráð fyrir

[…]

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Formaður Framsóknarflokksins. Tekið af heimasíðu Advice þann 22. Desember 2011. Sigmundur Davið Gunnlaugsson var einnig í InDefence hópnum þegar hann var upprunalega stofnaður, áður en hann varð formaður Framsóknarflokksins.

Afstaða InDefence var ennfremur ekkert betri heldur en afstaða Advice. Eins og má sjá hérna (pdf, Vísir.is).

[…]

Áhættan sem fylgir dómsmáli er mun meiri fyrir Breta og Hollendinga en Íslendinga. Tapi þeir málinu getur það sett fjármálakerfi Evrópu í uppnám en tapi Íslendingar þurfa þeir í mesta lagi að era það sama og ætlast er til að þeir geri samkvæmt núverandi tilboði.

Rétt er að hafa í huga að þótt EFTA-dómstóllinn geti gefið álit þarf að sækja peninga til ríkisins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti.

[…]

Bloggsíða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Framsóknarflokksins. Tekið af heimasíðu Sigmundar Davíðs þann 22. Desember 2011.

Bloggarinn Baldur McQueen hefur einnig gott yfirlit yfir þær rangfærslur sem Bjarni Bendiktsson fór með fyrr á árinu 2011 um Icesave og áhættuna á dómsmáli. Það er hægt að lesa hérna.

Þegar Icesave dómsmálið tapast. Þá legg ég til að þeir sem voru á móti því (sirka 60 til 93% þjóðarinnar) verði rækilega minntur á það í heilan mánuð. Þá sérstaklega að þetta fólk lét vitleysinga hafa sig að fíflum með því að ljúga upp í opið geðið á því um hvað mundi gerast ef að Icesave samningum yrði hafnað. Enda sést það vel þegar núna er skoðað að þeir sem stóðu í farabroddi gegn Icesave samningum lofuðu því að dómsmál vegna Icesave yrði ekki höfðað og allt yrði í góðu þegar íslendingar höfnuðu síðustu Icesave samningum. Þetta er og hefur alltaf verið lygi eins og núna er að koma á daginn.

Þetta fólk sem laug til þess að fram sína niðurstöðu í Icesave kosningunni fyrr á árinu er núna aftur farið af stað vegna dómsmálsins. Það er mitt mat að þetta fólk eigi að halda kjafti. Enda búið að valda nægum skaða nú þegar.