Útúrsnúningur Brynjars Níelssonar

Lögmaðurinn Brynjar Níelsson reynir að ata blaðamann Rúv skít með því að halda því fram að hún hafi ekki gætt hlutleysis þegar hún fjallaði um útrásina á sínum tíma. Þetta sést vel í þessari tilvitnun hérna.

[…]

Það er gömul saga og ný að blaðamenn og álitsgjafar taka gjarnan undir ákveðin viðhorf eða hugmyndafræði gagnrýnislaust og hafa þannig bæði áhrif til að efla strauminn og tilhneigingu til að berast með honum. Þegar ákveðnar forsendur breytast og andrúmslofið verður með öðrum hætti gerist það líka gjarnan að þessir sömu blaðamenn og álitsgjafar snúist með straumnum og fari að túlka önnur sjónarmið og haldi áfram að gleðja áskrifendur sína með „réttum fréttum”. Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari Ríkisútvarpsins í London er einn þessara blaðamanna. Það þarf ekki annað en að fletta í gegnum gömul eintök af Frjálsri Verslun til að sjá hvernig margendurtekin skrif hennar lofuðu starfsemi Íslendinga erlendis og hversu vel starfsemi þeirra gekk. Aðdáunin var slík að blaðamaðurinn var fenginn af Útflutningsráði árið 2006 til að skrifa skýrslu, sem í raun reyndist lofgjörð, um útrás íslenskra fyrirtækja á Norðurlöndum. […]

Brynjar Níelsson þann 11. Janúar 2012. Samhengi hlutanna

Þessar fullyrðingar Brynjar Níelssonar eru undarlegar. Sérstaklega í ljósi þess að það var ritstjórnarstefna á Viðskiptablaðinu að fjalla vel um útrásina á sínum tíma. Það sem meira var. Það var sérstaklega gert upp úr því að fjalla á jákvæðan hátt um auðmenn Íslands á meðan útrásin stóð yfir (þetta gilti í öllum fjölmiðlum á Íslandi). Enda er Frjáls Verslun í eigu aðila hliðhollum sjálfstæðisflokknum og hefur alltaf verið í eigu slíkra aðila. Það þýðir þó ekki endilega að Sigrún Davíðsdóttir hafi verið vinsamleg í garð útrásarvíkingana. Þetta er fullyrðing sem Brynjar Níelsson setur fram án þess að færa fyrir henni haldbær rök, eða vísa í sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Fullyrðingar Brynjars eru byggðar á hálfkveðnum vísum og öðru slíku. Hlutum sem eiga ekki heima í skrifum lögmanns sem vill láta taka sig alvarlega.

Þær fullyrðingar sem Bryjar Níelsson setur fram virðast í fljótu bragði ekki vera studdar neinum sönnunargögnum. Sérstaklega ef eitthvað er að marka þessa hérna (timarit.is) blaðagrein frá árinu 2006 í Frjálsri Verslun. Ég fann ekki með fljótri leit neina af þessum greinum sem Brynjar telur upp í grein sinni, og á tímarit.is ná blöð Frjálsrar Verslunar eingöngu til ársins 2006. Ég fann vísun í eina greina á vefsíðu heimur.is, en það er sú tilvitnun sem Brynjar Níelsson vitnar beint í. Annað fann ég ekki. Þrátt fyrir frekar ýtarlega leit mína á tímarit.is eins langt og hægt var að leita þar.

Einnig fann ég bloggfærslu Sigrúnar Davíðsdóttur sem Brynjar Níelsson vitnar beint í. Eina samhengið hérna virðist því vera það samhengi hlutana sem Brynjar Níelsson býr til, og setur niður í grein hjá sér á Pressan.is. Í hvaða tilgangi veit ég ekki aftur á móti, en mig grunar að það sé frekar sóðalegt hjá honum.