Að vera með aspergers heilkenni

Ég er einn af þeim einstaklingum á Íslandi sem er með Aspergers-heilkenni. Þetta háði mér lengi vel, eins og svo mörgum öðrum sem eru með þetta þegar ég var ungur. Enda er það þannig á Íslandi að lítill skilningur var lengi vel, og er jafnvel ennþá sýndur fólki sem er með þetta. Þar sem fólk með aspergers-helkenni er ekki nægjanlega einhverft til þess að vera inn á stofnun, en er engu nægjanlega einhverft til þess að lenda í vandræðum félagslega. Enda á ég erfitt með að skilja óbein samskipti, það eru samskipti sem eru með augnarráði, líkamstjáningu og öðru slíku. Ég hef þó á undanförnum árum æft mig í að taka eftir slíkum skilaboðum. Það gengur þó upp og ofan að skilja slíkt, þar sem að fólk er mismunandi hvernig það notar þetta form tjáningar.

Hvað mig persónulega varðar. Þá passa ég illa inn í íslenskt samfélag. Þar sem ég hvorki reyki eða drekk. Sem betur fer hefur dregið úr reykingum á Íslandi, áfengisneysla er hinsvegar alltaf jafn mikil og áður fyrr. Ég hef í dag orðið mikla reynslu af því að vera í framhaldsskólum á Íslandi. Enda hef ég verið í Iðnskólanum í Reykjavík (þegar hann var til), Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskólanum á Akureyri, og núna síðast fór ég aftur í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra. Námið hefur gengið svona upp og ofan hjá mér, núna síðustu ár hefur það gengið ágætlega. Þó svo að námið hafi gengið ágætlega hjá mér núna síðustu ár. Þá get ég ekki sagt að félagslegi þátturinn hafi gengið vel hjá mér. Enda hef ég varið síðustu önnum einn inn á herbergi heimavistar FNV á Sauðárkróki. Ástæðan er auðvitað sú að ég náði ekki að tengjast neinum almennilega. Það breytti ekki neinu þó svo að ég reyndi, ekkert gekk og hefur ekki gengið síðan ég hóf nám aftur í skóla vorönnina árið 2008 (námið stundaði ég með hléum). Þar sem ég þoli illa að vera einn þá hefur þetta grafið undan náminu hjá mér og áhuganum á því að vera í skóla á Íslandi. Þetta má rekja til þess að ég hvorki drekk eða reyki eins og áður segir og ég stunda lítið skemmtanir vegna þess að ég þoli illa fullt fólk og hvernig það hagar sér.

Síðan hafa fjárhagsleg vandræði hjá mér alltaf átt sinn þátt í lélegri andlegri líðan hjá mér. Því er ég þó að reyna að breyta núna með því að gera það sem ég er góður. Það er skrif á bloggsíður og síðan að reyna að skrifa smásögur og bækur sem ég ætla mér að gefa út á internetinu fyrir lesbækur (Amazon Kindle osfrv). Enda komst ég að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru síðan að bætur öryrkja eru ekkert nema félagsleg fátækrargildra sem enginn ætti að lifa við. Þar sem lítill er viljin hjá stjórnvöldum að breyta þessu til batnaðar. Þá ákvað ég að breyta þessu sjálfur og þá fyrir sjálfan mig og ég hef unnið að því núna undanfarna mánuði, og gengur ágætlega. Þó svo að ég eigi langt í land með að ná þangað sem ég vill fara í þessum efnum.

Ég hef aftur á móti fundið minn stað í tilverunni núna. Sá staður er í dag Danmörk. Þar sem ég hef ekki efni á því að búa í Kaupmannahöfn. Þá ætla ég að búa í bæ sem heitir Sønderborg og er nálægt landamærunum að Þýskalandi. Reyndar er það þannig að ég hef gaman að landamærum af einhverjum ástæðum, og því er þetta ekkert slæm staðsetning fyrir mig þannig séð. Ég vil ekki búa á Íslandi af mörgum ástæðum. Helsta ástæðan er sú að íslenskt þjóðfélag virðist henta mér illa. Þar sem ég þrífst afskaplega vel í fjölbreytni og fjölmenni. Eitthvað sem erfitt er að fá á Íslandi í dag. Ég reyndar held að það hafi alltaf verið svona á Íslandi af margvíslegum aðstæðum.

Ég er eins og svo margir með Aspergers mjög svo heiðarlegur og er illa við rangfærslur og fullyrðingar sem ganga gegn þeim gögnum sem liggja fyrir. Enda reyni ég persónulega að hafa allt eins rétt og ég þekki hlutina. Þó svo að stundum vill það gerast að ég er að fara eftir röngum upplýsingum. Í þeim tilfellum þá leiðrétti ég mig og nota nýju upplýsinganar upp frá því.

Það eina sem ég þó sakna í gegnum tíðina er að hafa ekki átt neina kærustu. Ég vonast þó eftir því að það breytist með nýju umhverfi. Þessi málaflokkur hefur reynst mér hvað erfiðastur í gegnum tíðina, og ég á ekki von á því að það breytist neitt á næstunni.

Ég hef fyrir löngu síðan hætt að reyna vera „venjulegur“. Hvað svo sem það þýðir í raunveruleikanum.

Aðrar bloggfærslur um þetta sama.

Sjálfhverfa bloggið (WordPress.com)
Ég er geimvera (innihald.is)

Fréttir af einstaklingum með Aspergers á Íslandi.

„Ég gat bara ekki logið“ (mbl.is)
Einhverfuröskun ekki skammarleg (Vísir.is)

Um Asperger heilkenni.

Asperger syndrome (ncbi.nlm.nih.gov)
Asperger syndrome (Wiki)

4 Replies to “Að vera með aspergers heilkenni”

  1. Mér finnst mjög jákvætt þegar fólk segir opinskátt frá sinni reynslu, það hjálpar öðrum að skilja betur. Mér finnst þú rosalega duglegur í þinni lífsbaráttu og óska þér alls hins besta í framtíðinni. Vona að draumur þinn um að flytja til Danmerkur gangi upp sem fyrst.

  2. Flott bloggfærsla hjá þér! 🙂 leiðinlegt að þér líður eins og þú þurfir að flýja land til að eiga gott líf, en ég trúi því að þetta sé loksins að breytast hérna á Íslandi. Nú hafa fjölmiðlar loks sýnt þessum málaflokki áhuga og það að þú og fleiri Aspergerar segi sögu sína í bloggi eða komi fram í fjölmiðlum er nú þegar farið að hafa áhrif. Ég finn að samfélagið er að breytast og eftir 15-20 ár kannski munu allir skilja hvað einhverfurófsröskun er og fara að umgangast okkur og dæma á réttum forsendum.

  3. Kudos to you Jon!
    I read your Volcano Blog and ,like most other readers from all round the world, place you alongside the professional Volcanologists. Your knowledge of Iceland’s volcanic and tectonic systems are first Class. You are a shining example of a determined and courageous person.
    We all of us have failings, even Einstein was classed as not being too clever 😀
    Jon I sincerely hope Iceland recognises your abilities and you can feel happier in your home country. This is the saddest part of your post.
    Get your short booklet written, the one you are planning for the tourists.
    As for girlfriends… if there is someone there for you you will meet her. Better to be a happy batchelor than an unhappy husband who married without true love.
    As for being „regular“ or „Normal“ Non of us are!! As for the smoking and drinking bit….good for you and your body and your brain that you don’t.
    Jon, much of what you write echoes of many „Angry young men“ that I have known. It is good to be angry, as without the actions of angry people the society would stagnate. It would not progress!

Lokað er fyrir athugasemdir.