Rangfærslur um iðnaðarsalt

Það eru margar rangfærslunar sem núna eru settar fram í umræðunni um iðnaðarsaltið sem hefur verið notað í íslensk matvæli síðustu 13 ár (notkunin hófst árið 1999). Það er vissulega rétt að saltið sem slíkt er ekki vandamál. Heldur er vandamálið hérna þau aukaefni sem fylgja iðnaðarsaltinu. Magn þessara aukaefna er frá því að vera ekki neitt yfir í því að vera margfalt það magn sem leyfilegt er. Það er engin leið að vita fyrirfram hversu mikið magn þessara aukaefna er. Nema þá með því að prufa alla pokana í sendingunni. Geymsluaðferð iðnaðarsalts er ennfremur önnur að salts sem ætlað er til matvælaframleiðslu. Í slíkum geymslum er hætta á að mengun berist í saltið, kannski ekki í miklu magni en engu að síður til þess að valda vandræðum við endurtekið át á slíku salti í matvælum. Í iðnaðarfamleiðslu er þetta ekki vandamál, þar sem þessi aukaefni eru fjarlægð í seinni stigum framleiðsluferlisins áður en endanleg vara tilbúin fyrir neytandan.

Í iðnaðarsalti geta verið efni sem valda krabbameini, hormónavandræðum, efnaskiptavandræðum, ófrjósemi og fleira í þeim dúr. Hvenar og hversu alvarleg þessi áhrif verða koma kannski ekki í ljós fyrr en eftir 10 til 20 ár í viðbót, með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Eitthvað af áhrifum af notkun þessa iðnaðarsalts eru væntanlega komin fram nú þegar. Þó svo að ég geti ekki sagt til um hvað það er. Slíkt er lækna að finna út með viðeigandi rannsóknum.

Viðhorf eins og þau sem Vígdís Hauksdóttir hefur uppi um að þetta mál sé notað til þess að tala niður íslenska framleiðslu eru ennfremur til skammar. Staðreyndin er sú að þegar þetta fréttist almennilega erlendis. Þá verður skaðinn af því mikill og mun vara til lengri tíma. Enda er ljóst að matvælaútflutningur íslendinga mun verða tortryggður eftir þetta mál kom upp. Enda er matvælaeftirlit ekkert grín í Evrópu. Þar er það full alvara og tekið föstum tökum á lögbrjótum.

Það eina rétta fyrir þau fyrirtæki sem hafa notað þetta salt í matvælaframleiðslu er að innkalla allar þær vörur sem voru framleiddar með þessu iðnaðarsalti.