Viðskipti yfir landamæri á norðurlöndunum

Það eru settar fram ýmsar afsakanir af hálfu andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi varðandi verslun yfir landamærin. Það að líta slíkt jákvæðum augum virðist vera bannað hjá þeim. Enda er verslun yfir landamæri eitt af því sem Evrópusambandið stendur fyrir. Slíkt eykur samkeppni, lækkar verðlag og bíður fólki upp á hagstæðari verslun. Enda er það svo að danir versla talsvert í Svíþjóð og Þýskalandi vegna þess að vsk á matvæli er lægri þar (ásamt öðrum sköttum) en í Danmörku. Aftur á móti fara svíar talsvert til Danmerkur til þess að kaupa áfengi, eins og danir fara talsvert til Þýskalands til þess að kaupa áfengi líka. Til merkis um skilningsleysi andstæðinga Evrópusambandsins á þessu atriði. Þá er einn blaðamaður á Morgunblaðinu sem heldur því fram að þetta snúist bara um gengi gjaldmiðla hjá dönum og svíum. Þetta er ekki rétt hjá honum. Þar sem það er ekkert svo mikill munur á gengi dönsku krónunar og sænsku krónunar. Í dag er skiptagengið á þessum tveim gjaldmiðlum þetta hérna, 1 SEK = 0.835098 DKK 1 DKK = 1.19746 SEK, 1 DKK = 1.02244 NOK 1 NOK = 0.978048 DKK, 1 NOK = 1.17104 SEK 1 SEK = 0.853943 NOK, gengið er fengið af vefsíðunni XE. Eins og hérna má sjá. Þá munar ekkert svo miklu á gengi norrænu gjaldmiðlana. Nema íslensku krónunar sem ég tel ekki upp. Enda er hægt að skoða gengi íslensku krónunar á vef Seðlabanka Íslands.

Verðmunur á milli Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og síðan Þýskalands (að Danmörku) kemur til útaf tollum, vsk og fleiri gjöldum eins og áður nefnir. Hæst eru gjöldin í Noregi. Þar sem Noregur, eins og Ísland innheimtir tolla og gjöld af þeim vörum sem eru fluttar inn frá öðrum ríkjum. Þar á meðal Íslandi. Þetta á ekki við í Svíþjóð og Danmörku. Þar sem bæði löndin eru í Evrópusambandinu og tilheyra því sama tollasvæði, og vöruflutningur er tollfrjáls á milli þessara ríkja (að mestu leiti, það geta verið sér-reglur til staðar án þess að ég þekki til þeirra).

Verslun yfir landamæri yrði aldrei eins á Íslandi og á Norðurlöndunum vegna landfræðilegra aðstæðna. Aftur á móti yrði sú verslun sem á sér nú þegar stað einfölduð til muna við aðild að Evrópusambandinu. Þar sem tollar mundu falla niður og aðeins vsk verða rukkaður. Reikna má með að þessi verslun mundi aukast til muna á Íslandi við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Íslendingum til hagsbóta.

Frétt Pressunar af þessu máli

ESB andstæðingar ósáttir við RÚV: Fábjánar skrifa fréttirnar – Viðundur sem mylja undir ESB-sinna

Frétt DR um lægravöruverð í Svíþjóð.

Dagligvarer koster det halve i Sverige

Bloggfærsla uppfærð klukkan 20:37 UTC þann 10.04.2012.