Staðan í Icesave er það sem óskað var eftir

Sú staða sem er komin upp í Icesave málinu kemur ekkert á óvart. Þannig að það þýðir lítið fyrir fólkið sem hvatti til þess að Icesave 3 samningurinn yrði felldur í kosningum að væla núna yfir stöðu mála. Þetta var það sem þau vildu, og fengu. Enda er það, eins og bent var á. Það er betra að semja um málin heldur en að takast við þau í gegnum dómsmál.

Þetta væl sem Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra birtir núna á heimsíðu sinni í kvöld er því bara hlægilegt. Maðurinn hefði sjálfur getað sagt sér að þetta mundi gerast ef að Icesave færi í dómsmál. Aftur á móti vildi Ögmundur fá Icesave sem dómsmál með því að hafna samningaleiðinni, og því er þessi staða sem núna er komin upp meðal annars á hans ábyrgð.

Þetta kjaftæði Ögmundar um að Evrópusambandið vilji Ísland á hnéin er ekkert nema marklaus þvæla. Íslendingar vildu ekki semja um málið, og því þurfti að fara dómsmálaleiðina til þess að leysa úr málinu. Reyndar er alveg ljóst að íslendingar munu tapa Icesave málinu. Það er bara spurning hversu slæmt þetta tap verður þegar á reynir.

Hvað Ögmund og hans líka varðar. Þá hef ég aðeins þetta að segja. Ykkur var nær að vera með þennan helvítis hroka og yfirlæti. Ég kenni ykkur um þessa stöðu og engum öðrum, og ég tek ekki mark á afneitun ykkar þar sem þið eruð að afneita eigin gjörðum í Icesave málinu og þeirri stöðu sem er komin upp.

One Reply to “Staðan í Icesave er það sem óskað var eftir”

  1. Hvaða stöðu vinur… Við hvað ertu hræddur…
    ( lífið heldur áfram, þýðir ekkert að vera hræddur við feita evrópu kalla hvað þá að hlusta á litla íslenska sjálfstitlaða kónga )

Lokað er fyrir athugasemdir.