Áróður gegn Evrópusambandinu og evrunni á Rúv

Það er afskaplega áhugavert að fygljast með fréttum Rúv af evrukreppunni. Fyrir utan þá staðreynd að það eru ekki fluttar fréttir af evrukreppunni á Rúv. Heldur hreinræktaður áróður. Þá er engu að síður áhugavert hvaða kjaftæði þarna kemur fram. Eins og húna í kvöld. Þá kom þessi frétt fram á Rúv.is um evrukreppuna.

[…]

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, er ekki fyrr farinn frá Berlín, þar sem hann bað Grikkjum vægðar, þeir þyrftu tvö ár í viðbót til að skera niður ríkisútgjöld um 11,5 milljarða evra, ella sykkju þeir ofan í svarthol sem erfitt yrði að skríða upp úr, en forystumenn í Kristilega sambandsflokknum í Bæjaralandi lýsa yfir því að Grikkir verði að leggja evruna fyrir róða strax á næsta ári, og muni gera það.

Guido Westerwelle utanríkisráðherra brást snarlega við og sagði stjórnarliðum að hætta að sýna bandalagsríkjum sínum offors og þjösnaskap.

[…]

Frétt Rúv þann 27. Ágúst 2012. EMU: Þjóðverjum er órótt

Hérna er um að ræða afar frjálslega túlkun, og þá aðalega rangtúlkun á stöðu mála og því sem hefur verið að koma fram í Þýskum fjölmiðlum um þetta mál. Vissulega lét CSU þessi orð frá sér fara. Aftur á móti hafa þau enga þýðingu í stóra samhenginu. Þar sem ljóst má vera að það yrði miklu verra fyrir Grikkland að ganga úr evrunni, til þess eins að taka hana upp síðar.

Fréttaflutningur Rúv ber einnig ekki saman við fréttir þýskra miðla af þessu máli. Eins og sjá má hérna fyrir neðan. Það er þó fyrst og fremst augljóst að illa er hægt að treysta fréttum Rúv af Evrópusambandinu og evrunni. Enda sýnist mér að sannleikurinn sé lítið hafður til hliðsjónar þegar fréttir eru fluttir af þessu máli.

CSU redet Athens Austritt herbei (tagesschau.de)
Merkel weist CSU in die Schranken (tagesschau.de)