Röng frétt á Rúv um ESB

Það eru undarlegar fullyrðingar sem er að finna í frétt Rúv núna í dag um Evrópusambandið. Þar er þessi hérna fullyrðing sett fram eins og þetta sé um staðreynd að ræða.

Evrópusambandið þarf að þróast í að verða sambandsríki. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni frammi fyrir Evrópuþinginu í morgun. […]

ESB verði sambandsríki. Rúv.is þann 12.09.2012

Þetta er rangt. Í ræðu José Manuel Barroso sagði hann eingöngu þetta hérna um Evrópusambandið og aukið samstarf aðildarríkja þess.

[…]

A deep and genuine Economic and Monetary Union

In today’s speech on the State of the Union, I announced the Commission’s intention to present a comprehensive blueprint for a deep and genuine Economic and Monetary Union. There is a strong consensus that this is indispensable for the future of the European economy. The combination of a Banking Union, a Fiscal Union and of the necessary elements of a Political Union would provide the secure platform needed to build sustainable growth, employment and competitiveness.

We are already advancing this agenda through the concrete proposals for a single supervisory mechanism for banks which the Commission has just adopted and which, together with the existing proposals on banking capital requirements, deposit insurance and bank resolution, will require priority attention from the European Parliament and the Council in the coming months. In addition I hope that we can swiftly finalise adoption of the two pack proposals tabled by the Commission last year.

At the same time, economic renewal will only succeed if it is rooted in a sense of fairness and equity. The Commission will therefore step up efforts to tackle tax fraud and evasion and ensure that all sectors pay a fair contribution to the public purse. It is urgent that the Council agrees on the revised Savings Tax Directive and mandates allowing the Commission to negotiate stronger savings tax agreements with neighbouring countries. It is now clear that the proposal for a Financial Transaction Tax, which I set out to you in my State of the Union address last year, has to move forward under enhanced cooperation. The Commission will respond positively and rapidly to any request to go in this direction.

[…]

Ræðuna í heild sinni er hægt að lesa hérna á vefsíðu Evrópusambandsins.

Svona rangur og misvísandi fréttaflutningur um Evrópusambandið er ekkert nýmæli á Íslandi. Það er alltof algengt að fjölmiðlar á Íslandi flytji fréttir sem eru ekkert annað en skáldskapur og eintóm þvæla um Evrópusambandið, evruna og aðildarríki Evrópusambandsins sem raunverulegar fréttir. Ég reikna ekki með því að þetta breytist neitt á næstunni. Þar sem mikil andstaða er við Evrópusambandið í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hreinar áróðursfréttir sem kasta neikvæðu ljósi á Evrópusambandið eru ekki eitthvað sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa hikað við undanfarin ár á Íslandi.

Það er engin áhugi fyrir því að stofna sambandsríki innan Evrópu. Aftur á móti hefur efnahagskreppan sýnt það að betri lausna er þörf innan Evrópusambandsins til þess að koma í veg fyrir efnahagskreppu eins og þá sem núna gengur yfir Evrópu. Auk þess sem nauðsynlegt er að styrkja og auka eftirlit með bönkum innan Evrópusambandsins. Þetta eru allt saman mál sem unnið er að núna í dag innan Evrópusambandsins. Það mun þó ekki breyta Evrópusambandinu í sambandsríki eins og fullyrt er í frétt Rúv um Evrópusambandið.

One Reply to “Röng frétt á Rúv um ESB”

  1. Hefði verið betra að segja að Barroso hefði boðað aukinn samruna í regluverki banka, fjármálastofnana og einhverra tegund pólitískrar yfirstjórnar („combination of a Banking Union, a Fiscal Union and of the necessary elements of a Political Union“)? Þú neitar því varla að Barroso sé að boða aukinn pólitískan samruna, og að eftir því sem hann eykst því nær verður ESB því að geta kallast sambandsríki, eða hvað?

    Þetta eru helstu merki um aukinn pólitískan samruna og pólitíska yfirstjórn. Það kæmi mér ekkert á óvart ef bráðum verður hægt að fullyrða, að aðildarríki ESB hafi minni völd gagnvart Brussel en einstaka ríki Bandaríkjanna hafa gagnvart Washington, þótt völd alríkisins þar séu vissulega búin að vaxa mikið seinustu áratugi.

Lokað er fyrir athugasemdir.